„Magnús Ketilsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Magnús Ketilsson''' ([[29. janúar]] [[1732]] - [[18. júlí]] [[1803]]) var [[sýslumaður]] [[Dalasýsla|Dalamanna]] á síðari hluta [[18. öld|18. aldar]], mikill jarðræktarfrömuður og stundaði tilraunir í [[garðrækt|garð]]- og [[trjárækt|trjárækt]]. Hann var einnig einn helsti forsvarsmaður [[Hrappseyjarprentsmiðja|Hrappseyjarprentsmiðju]] og gaf út fyrsta [[tímarit]] landsins.
 
Magnús var sonur Ketils Jónssonar (f. 1698, d. 24. mars 1778) prests á Húsavík og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur, systur [[Skúli Magnússon|Skúla landfógeta]]. Hann stundaði nám við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] en varð sýslumaður í Dalasýslu 1754, 22 ára að aldri, og gegndi því embætti til dauðadags, eða í 49 ár. Hann bjó í [[Búðardalur (Skarðsströnd)|Búðardal]] á [[Skarðsströnd]] og rak þar stórbú, eitt það stærsta á Vesturlandi. Magnús þótti röggsamur og duglegur embættismaður en nokkuð ráðríkur og harður í horn að taka, stjórnsamur og tók sérlega hart á betli og flakki, en rækti embætti sitt vel þótt hann væri nokkuð drykkfelldur á efri árum.
 
Hann var vel lærður, mjög vel að sér í latínu og grísku og las líka ensku, frönsku og þýsku auk dönskunnar. Hann skrifaði meðal annars um [[guðfræði]], [[lögfræði]], [[sagnfræði]] og [[ættfræði]] og voru mörg verka hans prentuð í Hrappseyjarprentsmiðju, sem hann átti stóran þátt í að móta. Hann gaf út fyrsta tímarit sem prentað var á íslandi, ''[[Islandske Maanedstidende]]'', sem var á dönsku og flutti fréttir frá Íslandi.
Lína 9:
Hann ræktaði líka [[bygg]] og hafra og gerði tilraunir til að rækta rúg og hveiti en það tókst þó ekki. Einnig reyndi hann að rækta [[lín]] og [[hampur|hamp]] og jafnvel [[tóbak]]. Ýmsar trjátegundir reyndi hann líka að gróðursetja með misjöfnum árangri. Hann lét reisa [[vatnsmylla|vatnsmyllu]] í gili fyrir ofan bæinn og mun hafa verið einna fyrstur til þess á Íslandi.
Magnús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragnhildur Eggertsdóttir ([[1740]] - [[6. nóvember]] [[1793]]), dóttir [[Eggert Bjarnason|Eggerts rika Bjarnasonar]] á [[Skarð á Skarðsströnd|Skarði]], en hin síðari var Elín Brynjólfsdóttir (1741 - 15. júní 1827) frá Fagradal og voru þær Ragnhildur bræðradætur og báðar af ætt [[Skarðverjar|Skarðverja]]. Þegar Magnús lést eftir byltu af hestbaki 1803 tók Skúli sonur hans við sýslumannsembættinu og bjó á Skarði. Eftir hann tók sonur hans Kristján Skúlason við og þegar hann lét af embætti 1859 höfðu þeir langfeðgarnir verið sýslumenn Dalamanna í 105 ár samfleytt.
== Heimildir ==