„Berserkjasveppur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stebbiv (spjall | framlög)
{{Engar heimildir}}
mEkkert breytingarágrip
Lína 17:
| binomial_authority = ([[Carolus Linnaeus|Linnaeus]]) [[William Jackson Hooker|Hook.]]
}}
{{Engar heimildir}}
'''Berserkjasveppur''' ([[fræðiheiti]]: ''Amanita muscaria'') er [[sveppur]] af [[ættkvísl (flokkunarfræði)|ættkvíslinni]] ''[[Amanita]]''. Hann hefur mjög einkennandi útlit með rauðan hatt sem hefur hvítar doppur og hvítan beinan stilk. Berserkjasveppur verður stór; hatturinn nær allt að 30 [[sentímetri|sm]] í [[þvermál]]. Hvítu flekkirnir á hattinum eru leifar af hvítri himnu sem þekur allan sveppinn þegar hann er mjög ungur.
 
Berserkjaveppur er [[eitursveppir|eitraður]] og inniheldur nokkur [[geðvirk efni]]. Sjaldgæft er að fólk deyi af neyslu hans en jafnvel lítið magn veldur meltingartruflunum, sljóleika, skapsveiflum og [[ofskynjun]]um. Magn eiturefna í sveppnum er þó mjög mismunandi eftir stöðum og árstíma.
 
Íslenskt nafn sitt mun sveppurinn hafa dregið af þeirri hugmynd að [[víkingar]] hafi étið sveppinn áður en þeir fóru í bardaga til að ganga [[berserkur|berserksgang]]. Þessi sögn er að öllum líkindum ósönn og til komin löngu eftir að [[víkingaöld]] lauk.<ref>Ole Högberg, ''Flugsvampen och människan'' (kaflinn um berserkina er á netinu: [http://www.carlssonbokforlag.se/humaniora/dox/Korrigeringar%20Flugsv.pdf]), Stokkhólmur:Carlsson Bokförlag, 2003, s. 51-71.</ref> Íslenskt heiti sitt fékk sveppurinn fyrst í kennslubók [[Stefán Stefánsson|Stefáns Stefánssonar]], ''Plönturnar: kennslubók í grasafræði'', sem kom fyrst út 1913 og er þar kallaður erlendur sveppur.<ref>Sturla Friðriksson, „Flugusveppur - Berserkjasveppur — Reiðikúla“, Náttúrufræðingurinn, 1. tbl. 30. árg., 1960, s. 21-27.</ref> Sveppurinn fannst raunar ekki á Íslandi að neinu ráði fyrr en undir miðja 20. öld. Sem dæmi má nefna að það þótti talsvert fréttnæmt þegar tveir slíkir fundust árið 1959, annar í Vaglaskógi en hinn við Bjarkarlund í Reykhólasveit.
 
==Heimildir==
<div class="references-small">
<references /></div>
 
{{commons|Amanita muscaria|berserkjasvepp}}