„Otte Stigsen Hvide“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Otte Stigsen Hvide''' (d. eftir [[1567]]) eða '''Otti Stígsson''' var [[Danmörk|danskur]] sjóliðsforingi sem var [[hirðstjóri]] á Íslandi [[1542]]-[[1547]] og aftur árið [[1551]].
 
Otte Stigsen var af Hvide-ættinni sem var gömul dönsk aðalsætt. Hans er fyrst getið 1509 og er hann þá yfirmaður í leiðangri til [[Finnland]]s. Hann leiddi bændauppreisn á [[Skánn|Skáni]] til stuðnings Kristjáni 2. árið 1525 og var einnig stuðningsmaður hans í [[Greifastríðið|Greifastríðinu]] en síðar sættist hann við [[Kristján 3.]] og varð helsti sjóliðsforingi hans og barðist meðal annars gegn [[sjóræningjar|sjóræningjum]] á [[Norðursjór|Norðursjó]].
 
Árið [[1542]] varð hann hirðstjóri á Íslandi og var falið af konungi að framfylgja banni við vetursetu útlendinga hér, sem var þó í rauninni aðeins ítrekun á [[Píningsdómur|Píningsdómi]], sem hafði verið slælega framfylgt á árunum á undan svo að Hamborgarkaupmenn og aðrir þýskir höndlarar voru farnir að setjast að á landinu, einkum í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]], og höfðu reist þar kirkju. Otti gerði upptæka alla báta og aðrar eignir Þjóðverja á Suðurnesjum og gengu um það dómar á alþingi [[1544]] og [[1545]]. Hann lét af hirðstjóraembætti [[1447]] og hélt til Danmerkur en [[Laurentz Mule]] tók við. Hann var þó ekki sami skörungur og Otti og flúði undan [[Jón Arason|Jóni Arasyni]] þegar hann kom í [[Viðey]] vorið [[1550]].