„Skriðuklaustur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Skriðukloster03.jpg|300px|thumb|right|Húsið á Skriðuklaustri]]
'''Skriðuklaustur''' er menningar- og fræðasetur og fornfrægt stórbýli í [[Fljótsdalshreppur|Fljótsdalshreppi]] á [[Austurland]]i. Þar var [[klaustur]] fráaf [[1493Ágústínusarregla|Ágústínusarreglu]] tilfrá [[15521493]]. Klaustureignirnar runnu viðtil [[siðskipti1552]]n til Danakonungs og urðuvar það sérstökusíðasta léni,klaustrið Skriðuklausturléni.sem Kirkjastofnað var áí Skriðuklaustrikaþólskum frá [[1496]] til [[1792]]sið.
 
Hjónin Hallsteinn Þorsteinsson og Sesselja Þorsteinsdóttir á Víðivöllum gáfu jörðina Skriðu til stofnunar klaustursins. Fyrsti príorinn þar hét Narfi og var hann vígður árið 1497 en ári síðar var aðeins einn munkur í klaustrinu. Næsti príor, Þorvarður, tók við [[1506]] og dó líklega [[1529]]. Þá tók Jón Markússon prestur í [[Vallanes]]i við príorsstöðunni og eftir lát hans 1534 varð Brandur Hrafnsson síðasti príorinn í Skriðuklaustri. Hann hafði áður verið prestur á [[Hof í Vopnafirði|Hofi í Vopnafirði]] frá [[1489]]. Hann var sonur [[Hrafn Brandsson eldri|Hrafns Brandssonar eldra]] lögmanns og bróðir [[Solveig Hrafnsdóttir|Solveigar]], síðustu abbadísar í [[Reynistaðarklaustur|Reynistaðarklaustri]], en sonur hans var [[Hrafn Brandssson yngri]], tengdasonur [[Jón Arason|Jóns Arasonar]] biskups.
[[Gunnar Gunnarsson]] settist að á Skriðuklaustri árið [[1939]]. Hann lét reisa húsið, sem þar stendur árið 1939 en það er teiknað af [[Þýskaland|þýska]] arkitektinum Fritz Höger. Húsið er 315 [[Fermetri|m²]] grunnfleti, tvær hæðir og ris, alls yfir 30 herbergi. Árið [[1967]] var annað íbúðarhús byggt á jörðinni og hlaut nafnið Skriða.
 
Við [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskiptin]] í Skálholtsbiskupsdæmi [[1542]] voru fjórir munkar í klaustrinu auk príorsins. Konungur gaf út bréf um að haldinn skyldi lestrarskóli í klaustrinu en það bréf var síðan tekið aftur og árið [[1552]] runnu eignir klaustursins til Danakonungs en klaustrið átti þá um 40 jarðir víða um Austurland. Jarðeignirnar voru síðan leigðar umboðsmönnum sem oft sátu á Skriðuklaustri og höfðu gjarna sýsluvöld í Múlaþingi. Einn þeirra var [[Hans Wium]] sýslumaður, sem þekktastur hefur orðið fyrir tengsl sín við [[Sunnefumál]].
 
Kirkja var á Skriðuklaustri frá [[1496]] og stóð klausturkirkjan fram á 18. öld en eftir það var byggð önnur og minni kirkja sem var svo lögð af árið [[1792]].
 
[[Gunnar Gunnarsson]] settist að á Skriðuklaustri árið [[1939]]. Hann lét reisa húsið, sem þar stendur árið [[1939]] en það er teiknað af [[Þýskaland|þýska]] arkitektinum Fritz Höger. Húsið er 315 [[Fermetri|m²]] grunnfleti, tvær hæðir og ris, alls yfir 30 herbergi. Árið [[1967]] var annað íbúðarhús byggt á jörðinni og hlaut nafnið Skriða.
 
Gunnar ánafnaði ríkissjóði jörðinni með því skilyrði m.a., að nýting hennar yrði til menningarauka („Jarðeign þessi skal vera ævarandi eign íslenzka ríkisins. Hún skal hagnýtt á þann hátt, að til menningarauka horfi, t.d. að rekin sé þar tilraunastarfsemi í landbúnaði, byggðasafn, bókasafn, skjalasafn, listasafn, skóli, sjúkrahús, hressingarhæli, barnahæli eða elliheimili.“). Tilraunabú í sauðfjár- og jarðrækt á vegum [[RALA]] var rekið þar frá [[1949]] til [[1990]].