Munur á milli breytinga „Sölvi Björn Sigurðsson“

m
ekkert breytingarágrip
m
m
'''Sölvi Björn Sigurðsson''' (f. [[7. október]] [[1978]]) er [[Ísland|íslenskur]] [[rithöfundur]] og [[ljóðskáld]] sem hefur líka fengist við [[þýðing]]ar á verkum skálda eins og [[John Keats]] (í tímaritinu [[Andblær|Andblæ]] [[1999]]) [[W. H. Auden]], [[Arthur Rimbaud]] og [[W. B. Yeats]]. Ljóð eftir hann komu út í safnritinu ''Líf í ljóðum: 22 íslensk samtímaskáld'' [[2001]] og [[2002]] kom út ''Vökunætur glatunshundsins'' sem innihélt að hálfu leyti frumort ljóð og að hálfu leyti ljóðaþýðingar. [[2003]] kom út fyrsta [[skáldsaga]] hans hjá [[Mál og menning|Máli og menningu]], ''Radíó Selfoss'', sem er uppvaxtarsaga frá [[Selfoss]]i. [[2005]] kom út ''Gleðileikurinn djöfullegi'', [[söguljóð]] með tilvísun í ''[[Hinn guðdómlegi gleðileikur|Hinn guðdómlega gleðileik]]'' [[Dante Alighieri|Dantes]], ort undir [[þríliðaháttur|þríliðahætti]] þar sem drukkið ungskáld reikar frá [[Hlemmur|Hlemmi]] að [[Lækjartorg]]i af einum bar á annan í leit að sinni heittelskuðu Klöru í fylgd Dantes sjálfs. [[2006]] kom síðan út önnur skáldsaga hans, ''Fljótandi heimur''.
 
== Helstu verk ==
* 2009: ''Síðustu dagar móður minnar'' (skáldsaga)
* 2008: [[Arthur Rimbaud]], ''Árstíð í helvíti'' (ljóðaþýðingar)
* 2006: ''Fljótandi heimur'' (skáldsaga)
* 2005: ''Gleðileikurinn djöfullegi'' (söguljóð)
* 2003: ''Radíó Selfoss'' (skáldsaga)
* 2002: ''Vökunætur glatunshundsins'' (ljóð og ljóðaþýðingar)
 
[[Flokkur:Íslenskir rithöfundar]]
45.072

breytingar