„William A. Craigie“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
== Æviágrip ==
William A. Craigie fæddist í [[Dundee]], [[Skotland]]i, 1867. Foreldrar hans töluðu [[lágskoska]] [[mállýska|mállýsku]], en afi hans í móðurætt talaði [[gelíska|gelísku]]. Einstök tungumálagáfa Williams og uppeldisaðstæður ollu því að hann náði í æsku góðum tökum á skoskum mállýskum.
Hann stundaði háskólanám í [[St Andrews-háskóli|St Andrews-háskóla]], brautskráðist 1888, fór síðan í Balliol College í [[Oxford]]. Þekking hans á tungumálum varð með tímanum frábær og sérhæfði hann sig einkum í [[gelíska|gelísku]], fyrri alda [[skoska|skosku]] og Norðurlandamálum, einkum íslensku. Hann hafði mikinn áhuga á [[frísneska|frísnesku]], sem er það mál sem stendur einna næst ensku, og beitti sér í þágu móðurmálshreyfingar Frísa. Sagt var að þegar hann var upp á sitt besta hafi hann verið læs á 50 tungumál.
 
Hann var kennari í latínu við St. Andrews háskóla 1893–1897, fluttist svo til Oxford og hóf störf við [[Oxford English Dictionary]] 1897 og varð þriðji ritstjóri orðabókarinnar 1901, og var útgáfunni lokið 1928. Hann var aðstoðarritstjóri við vinnslu viðaukans 1933 (með [[Charles Talbut Onions|C. T. Onions]]). Samhliða vinnu við orðabókina var hann kennari í Norðurlandamálum við Taylorian Institute í Oxford, frá 1905. Frá 1916 til 1925 var hann prófessor í [[fornenska|fornesku]] í [[Háskólinn í Oxford|Háskólanum í Oxford]].
Lína 13:
William A. Craigie hefur verið sagður einn afkastamesti orðabókahöfundur sinnar tíðar.
 
Samhliða orðabókarstörfunum vann William Craigie að mörgum öðrum fræðilegum verkefnum, auk ogvinnu í þágu ýmissa fræðafélaga. Hann var t.d. forseti ''The English Place-Name Society'' 1936–1945, ''Scottish Text Society'' 1937–1952 (eða lengur), og ''Anglo-Norman Text Society'' 1938–1952 (eða lengur).
 
William Craigie giftist (1897) '''Jessie K. Hutchen''' (''lady'Lady Craigie'')' – rithöfundi (d. 10. febrúar 1947).
 
== William Craigie og Ísland ==
William Craigie dvaldist í Kaupmannahöfn veturinn 1892–1893 til að læra betur Norðurlandamálin. Kynntist hann þar nokkrum Íslendingum, svo sem [[Valtýr Guðmundsson|Valtý Guðmundssyni]] og [[Þorsteinn Erlingsson|Þorsteini Erlingssyni]] og lærði íslensku til hlítar. Í grúski á söfnum þar rakst hann á íhandrit handriti [[Skotlandsrímur]]''Skotlandsrímum'' eftir síra Einar Guðmundsson á [[Staður á Reykjanesi|Stað á Reykjanesi]], frá 17. öld. Rímurnar fjalla um samsæri gegn [[Jakob 6.]] Skotakonungi árið 1600. Tók Craigie afrit og gaf rímurnar út í vandaðri útgáfu í Oxford 1908. Fékk hann þá áhuga á rímum, sem entist meðan hann lifði.
 
Þó að íslensk viðfangsefni hafi aðeins verið hjáverk í störfum Williams A. Craigies, þá er sá þáttur nokkuð drjúgur, sbr. ritaskrá. Mest beitti hann sér í þágu íslenskra rímna, sem hann taldi merkilegar ekki aðeins sem bókmenntagrein, heldur einnig sem málfarslegar og menningarsögulegar heimildir. Hann hvatti til þess að stofnað yrði félag til útgáfu á rímum og varð það að veruleika 1948, þegar [[Rímnafélagið]] var stofnað.
 
William Craigie kom a.m.k. fjórum sinnum til Íslands, fyrst snögga ferð 1905. Árið 1910 dvöldust þau hjón hér í 10 vikur, ferðuðust um Vesturland og komu m.a. að Stað á Reykjanesi, þar sem Skotlandsrímur voru ortar. Árið 1948 var honum boðið til landsins í sambandi við stofnun Rímnafélagsins. Árið áður hafði [[Alþingi]] veitt fé til útgáfu á ''Olgeirs rímum danska'', eftir Guðmund Bergþórsson (2 bindi), og var útgáfan tileinkuð Sir Willam A. Craigie á áttræðisafmæli hans.
 
Sir William A. Craigie var sýndur margvíslegur sómi fyrir störf sín, hann var sleginn til riddara 1928, þegar lokið var fyrstu útgáfu ''Oxford English Dictionary''. Hann fékk riddarakross [[Fálkaorðan|Fálkaorðunnar]] 1924 eða 1925, og stórriddarakross 1930. Hann varð heiðursfélagi Hins íslenska bókmenntafélags 1916 og Rímnafélagsins frá stofnun, 1948. Hann var félagi í mörgum vísindafélögum.