„Trajanus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
TXiKiBoT (spjall | framlög)
m robot Bæti við: id:Trajan
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Breyti: hu:Marcus Ulpius Traianus római császár; kosmetiske ændringer
Lína 39:
'''Marcus Ulpius Nerva Traianus''', eftir valdatöku '''Nerva Trajanus Germanicus Augustus''' en almennt þekktur sem '''Trajanus''' ([[18. september]] [[53]] – [[9. ágúst]] [[117]]) var [[rómverskur keisari]] frá árinu [[98]] til [[117]]. Hann var annar í röð hinna svonefndu [[Góðu keisararnir fimm|fimm góðu keisara]] [[Rómaveldi]]s. Á valdatíma Trajanusar var Rómaveldi stærst.
 
== Ævi ==
Trajanus var fæddur í borginni Italicu í [[Hispania|Hispaniu]] (núverandi [[Spánn|Spáni]]) árið [[53]]. Faðir Trajanusar var [[Rómverska öldungaráðið|öldungaráðsmaður]] og hersöfðingi af Ulpia ættinni. Trajanus varð ungur hershöfðingi í rómverska hernum og varð snemma vinsæll og virtur á meðal hermannanna. Trajanus varð konsúll árið [[91]] og árið [[97]] var hann ættleiddur af [[Nerva]], þáverandi keisara, og útnefndur eftirmaður hans. Nerva var óvinsæll á meðal hermannanna og til að vinna stuðning þeirra kaus hann að ættleiða hinn vinsæla Trajanus. Nerva lést svo árið [[98]] og tók Trajanus þá við sem keisari Rómaveldis, átakalaust.
 
=== Valdatími ===
Sem keisari er Trajanus einna helst þekktur fyrir hernaðarsigra sína, fyrst gegn Daciu og síðar gegn [[Parþía|Parþíu]]. Dacia var konungsríki norðan [[Dóná]]r (þar sem nú er [[Rúmenía]]), og höfðu Rómverjar fyrst barist við Decebalus konung í Daciu á valdatíma [[Domitíanus|Domitíanusar]]ar en samið um frið eftir misheppnaða herferð inn í Daciu. Trajanus réðst inn í Daciu árið [[101]] og sigraði her Decebalusar í hörðum bardaga. Eftir frekari átök árið [[102]] gafst Decebalus upp fyrir Trajanusi en hélt þó titli sínum sem konungur Daciu enda var svæðið ekki formlega innlimað inn í Rómaveldi. Árið [[105]] gerði Decebalus svo innrás inn í rómversk landsvæði og reyndi að fá íbúa svæðanna til að gera uppreisn gegn Rómverjum. Trajanus svaraði með því að ráðast að nýju inn í Daciu. Árið [[106]] hertók hann höfuðborgina Sarmizegethusa og lagði hana í rúst. Í kjölfarið framdi Decebalus sjálfsmorð og Trajanus innlimaði Daciu og gerði að [[rómverskt skattland|rómversku skattlandi]]. Til að fagna sigrinum lét Trajanus reisa Trajanusarsúluna í [[Róm]].
 
Árið [[113]] hélt Trajanus í herferð gegn Pörþum í [[Persía|Persíu]]. Ástæðan var sú að Parþar höfðu sett konung hliðhollan sér á valdastól í [[Armenía|Armeníu]]. Trajanus byrjaði á því að ráðast inn í Armeníu, sem hann hertók og gerði að skattlandi. Því næst réðst hann inn í Parþíu og hertók nokkrar borgir, þar á meðal höfuðborgina Ctesiphon árið [[116]]. Trajanus innlimaði þessi svæði inn í Rómaveldi og gerði að skattlandinu [[Mesópótamía|Mesópótamíu]]. Eftir þetta hélt hann enn lengra austur og hertók borgina Susa (í núverandi [[Íran]]). Eftir þessa hernaðarsigra náði Rómaveldi sinni mestu útbreiðslu en Trajanus þurfti þá að snúa til baka vegna uppreisnar gyðinga í Mesópótamíu og Judeu. Seint á árinu 116 veiktist Trajanus svo og ákvað þá að halda til Rómar en lést áður en þangað var komið, sumarið [[117]]. Eftirmaður Trajanusar, [[Hadríanus]], lét herinn yfirgefa stór svæði sem Trajanus hafði innlimað, þ.á.m. Armeníu og Mesópótamíu, þar sem hann taldi að ómögulegt væri að verja þau gegn árásum óvinaherja.
Lína 95:
[[he:טריאנוס]]
[[hr:Trajan]]
[[hu:Marcus Ulpius Traianus római császár]]
[[id:Trajan]]
[[it:Traiano]]