Munur á milli breytinga „Ljósmyndun“

29 bætum bætt við ,  fyrir 11 árum
m
robot Bæti við: tl:Potograpiya; kosmetiske ændringer
m (robot Bæti við: tl:Potograpiya; kosmetiske ændringer)
'''Ljósmyndun''' er aðferð til að festa á varanlegt form [[mynd]]ir af [[umhverfi]]nu með [[ljósmyndavél]]. Notast er við [[vél]]ræna, [[ljósfræði]]lega, [[efnafræði]]lega og/eða [[stafræn]]a aðferð við að safna [[endurkast|endurköstuðu]] [[ljós]]i í stuttan tíma með [[myndavélalinsa|linsu]] og varpa því á ljósnæman flöt, t.d. [[ljósmyndafilma|filmu]] inni í myndavélinni. Með eftirvinnslu á ljósnæma fleti myndavélarinnar ([[framköllun]] á filmu) fæst '''ljósmynd''' sem „tekin“ var með myndavélinni. Orðið ''ljósmyndun'' er samsett úr orðunum ''ljós'' og sögninni ''mynda'' og felst merkingin í því að ''búin er til mynd af ljósinu''.
</onlyinclude>
== Saga ljósmyndunar ==
=== Fyrstu ljósmyndirnar ===
[[Mynd:Joseph Nicéphore Niépce.jpg|right|Nicéphore Niépce, um 1795]]
Nútíma ljósmyndatækni má rekja til [[Frakkland|franska]] uppfinningamannsins [[Joseph Nicéphore Niépce]] en hann hóf að gera tilraunir árið [[1793]] með aðferðir til að gera sjónrænar myndir. Fyrstu verk hans dofnuðu fljótt en honum tókst loksins að gera varanlega mynd árið [[1824]]. Aðferðirnar kröfðust þess að [[sól]]in var notuð til að framleiða myndina en þær tóku um 8 klst eða lengur í framkvæmd og var aðferðin því bara notuð til að festa á mynd fasta hluti eins og t.d. [[bygging]]ar. Árið [[1829]] byrjaði hann samningsbundið samstarf við listamanninn og efnafræðinginn [[Louis-Jacques-Mandé Daguerre]] um að betrumbæta aðferðina. Eftir dauða Niépce [[5. júlí]] [[1833]], þá hélt Daguerre áfram starfi sínu og tókst loksins ætlunarverk sitt.
 
=== Sellulósufilmur ===
[[Sellulósa|Sellulósur]] fyrir [[ljósmyndafilma|ljósmyndafilmur]] voru teknar í notkun árið [[1887]] og voru það bæði [[Hannibal Goodwin]] og [[Eastman Company]] sem skráðu leyfi fyrir filmuvöruna. Goodwin hins vegar kærði [[Eastman Kodak Company]] fyrir brot á einkaleyfinu sínu og vann málið en seldi síðan einkaleyfin til þeirra. Þessi aðferð var síðan grundvöllurinn fyrir þróun [[Kvikmyndafilma|kvikmyndafilmunnar]]. Myndir teknar með þessari aðferð þurfa samt að fara í [[framköllun]] áður en hægt er að sjá efni myndarinnar skýrt.
 
=== Fyrsta litmyndin ===
Fyrsta myndin í lit var tekin rétt eftir aldamótin [[1900]] en uppfinningin var einkaleyfisvarin árið [[1903]] og sett á markað [[1907]]. Frönsku bræðurnir [[Louis Jean Lumière|Louis Jean]] og [[Auguste Marie Louis Nicholas Lumière]] voru miklir uppfinningamenn og faðir þeirra rak [[ljósmyndastofa|ljósmyndastofu]] þar sem þeir unnu. Þeir fengu því mikinn áhuga á ljósmyndun og fundu upp margvísleg tól sem urðu mikilvægir hlekkir í þróunarsögu ljósmynda og [[kvikmynd]]a. Litfilman [[Autochrome Lumière]] var sú eina sem var á markaðnum þar til [[1935]] þegar [[Kodak]] setti [[Kodachrome]] á markaðinn. Sú vörulína er enn í framleiðslu og er talin með þeim fremri vörutegundum vegna fínna korna og líflegra lita.
 
=== Stafræn ljósmyndun ===
Frá árinu [[2000]] hefur [[stafræn ljósmyndun]] að mestu komið í stað ljósmyndunar á filmu, en þá er notuð [[örflaga]] í stað filmunnar áður til að safna ljósi frá myndefninu og ljósmagn og litur hverrar [[myndeining]]ar er geymt stafrænt í [[minniskort]]i myndavélarinnar. Hefur þann kost að mögulegt að skoða myndina skömmu eftir að hún er tekin og flytja hana í tölvu vinna hana með stafrænni [[myndvinnsla|myndvinnslu]].
 
[[te:ఫోటోగ్రఫి]]
[[th:การถ่ายภาพ]]
[[tl:Potograpiya]]
[[tr:Fotoğrafçılık]]
[[uk:Фотографія]]
58.133

breytingar