„Kristján 1.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Masae (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 15:
| maki = [[Dóróthea af Brandenburg]]
}}
'''Kristján 1.''' ([[1426]] - [[21. maí]] [[1481]]) var fyrsti konungurinn af [[Aldinborgarar|Aldinborgarættinni]]. Hann var konungur [[Danmörk|Danmerkur]] frá [[1448]] til [[1481]], [[Noregur|Noregs]] frá [[1450]] til [[1481]] og [[Svíþjóð]]ar frá [[1457]] til [[1464]].
 
Kristján var sonur Diðriks greifa af [[Aldinborg]] (Oldenburg) og konu hans Hedevig af [[Holtsetaland|Holstein]], sem var afkomandi [[Eiríkur klipping|Eiríks klippings]], Danakonungs á 14. öld. [[Kristófer af Bæjaralandi]], konungur Danmerkur frá 1440, dó óvænt árið 1448. Hann var barnlaus og vandi að finna erfingja. Adolf hertoga af [[Slésvík]], móðurbróður Kristjáns, var boðin kórónan en hann benti á systurson sinn og var hann valinn, meðal annars með því skilyrði að hann giftist ekkju Kristófers, Dórótheu drottningu, og að allar meiri háttar ákvarðanir þyrftu að fá samþykki ríkisráðsins. Norðmenn voru þó tregir til að samþykkja Kristján sem konung og Svíar vildu hann alls ekki, sprengdu [[Kalmarsambandið]] og völdu [[Karl Knútsson]] sem konung.
 
Eftir átök við Svía um yfirráð yfir Noregi var Kristján krýndur konungur Noregs í Niðarósdómkirkju sumarið [[1450]] af [[Marcellus (d. 1460)|Marcellusi Skálholtsbiskupi]], en tveimur árum síðar fór Karl Knútsson í stríð við Dani og réðist á Skán. Stríðið stóð í fimm ár og veitti ýmsum betur en á endanum unnu Danir sigur, Kristján var krýndur konungur Svíþjóðar og Kalmarsambandið var endurreist.