„Friðrik 3. Danakonungur“: Munur á milli breytinga

m
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
'''Friðrik 3.''' ([[18. mars]] [[1609]] - [[9. febrúar]] [[1670]]) var konungur [[Danmörk|Danmerkur]] [[1648]] - [[1670]]. Hann innleiddi einveldi í ríkjum sínum, þar á meðal á Íslandi, og var erfðahyllingin undirrituð á [[Kópavogsfundurinn|Kópavogsfundinum]] árið 1662.
 
Friðrik var næstelsti sonur [[Kristján 4.|Kristjáns 4.]] og Önnu Katrínar af Brandenborg. Eldri bróðir hans, Kristján krónprins, dó barnlaus árið [[1647]] og varð Friðrik þá ríkiserfingi og tók við eftir lát föður síns ári síðar. Hann var vel menntaður, meðal annars í [[guðfræði]], [[náttúnáttúrúvísindumnáttúrufræði|náttúrúvísindum]], [[fornfræði]] og ríkisrétti. Þegar hann tók við ríkjum hafði hann dvalið frá barnsaldri í þýsku hertogadæmunum og var meðal annars biskup Brimaborgar ([[Bremen]]) frá [[1635]]. Helstu ráðgjafar hans voru þýskir og danska ríkisráðið treysti honum því illa svo að þegar hann tók við ríkum var hann látinn undirrita yfirlýsingu sem jók völd ríkisráðsins umtalsvert. Skipti konungur sér lítið af stjórn landsins fyrstu árin. Á meðan stjórnuðu mágar hans mestu, þeir [[Corfitz Ulfeldt]], sem var giftur [[Leonora Christina|Leonoru Christinu]], og [[Hannibal Sehested]], sem giftur var Christiane systur konungs.
 
Þegar skarst í odda með ríkisráðinu og mágum konungs tók hann afstöðu með ríkisráðinu og Ulfeldt og Sehested misstu öll völd og embætti og Ulfeldt var dæmdur fyrir [[landráð]]. Leonora Christina, systir konungs, var dæmd meðsek og sat í fangelsi í [[Bláturn]]i í 22 ár. Þetta varð jafnframt til þess að konungur styrkti mjög völd sín. Sehested komst reyndar aftur í náðina hjá mági sínum.
7.517

breytingar