„Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
Xqbot (spjall | framlög)
Lína 6:
Það var [[Joseph Smith]] ([[1805]] - [[1844]]) sem var frumkvöðull trúarinnar. Trúarsamfélagið mótaðist af [[Brigham Young]] sem hafði forystu um landnám mormóna í [[Salt Lake City]] í [[Utah]]-fylki í Bandaríkjunum 1847.
 
Mormónar trúa því að [[Guð]] sé líkamleg vera sem er giftur og á börn. Þeir trúa því einnig að menn geti orðið guðir eftir dauðan.
 
Þeir leggja stranga áherslu á mikilvægi fjölskyldunnar og leggjast mjög gegn [[fóstureyðing]]um, [[samkynhneigð]], [[kynlíf]]i utan [[hjónaband]]s og [[klám]]i. Safnaðarfélagar mega ekki stunda [[fjárhættuspil]] né nota [[tóbak]], [[áfengi]], [[te]], [[kaffi]] eða fíkniefni.
Lína 24:
Fyrsta musteri mormóna var vígt [[1836]] í Kirtland í [[Ohio]]. Söfnuðurinn óx hröðum skrefum en ofsóknirnar héldu einnig áfram. Mormónarnir fluttu þá til [[Illinois]] og stofnuðu þar sveitarfélagið Nauvoo. En þeir sluppu ekki við ofsóknir þar heldur.
 
Joseph Smith var handtekinn hvað eftir annað og þegar hann sat í fangelsi í borginni Carthage í Illinois ásamt bróður sínum Hyrum voru þeir báðir myrtir 27 júní [[1844]] af vopnuðum lýð sem réðist inn í fangelsið. Joseph Smith var þá einungis 38 ára gamall.
 
Þegar Smith var myrtur hafði mormónakirkjan vaxið í 26 000 manna söfnuð.
 
[[Mynd:Brigham Young.jpg|thumb|Ljósmynd af Brigham Young]]
Eftir morðið var mormónum ljóst að þeir voru ekki óhultir í þéttbýli Bandaríkjanna. Meðal annars voru 200 bóndabæir mormóna í Nauvoo brenndir á einum mánuði 1845.
[[Brigham Young]] ([[1801]] – [[1877]]) sem tók við forstöðu safnaðarins eftir Smith ályktaði að framtíðarlandið væri í vesturhluta norður Ameríku. Hann ákvað því að söfnuðurinn allur mundi taka sig upp og flytja til fyrirheitna landsins á sama hátt og [[Ísraelsmenn]] höfðu flúið [[Egyptaland]]. Um 16 000 safnaðarfélagar tóku sig upp og hófu langa og stranga ferð vestur eftir meginlandinu. Eftir tveggja ára ferð kom fyrsti mormónahópurinn á áfangastað, Salt Lake-dalinn í [[Utah]], í júlí [[1847]].
 
Á þessum tíma var Salt Lake langt frá öllum byggðum og utan landamæra Bandaríkjanna. Þaðan var meir en 1600 km til næstu stærri borgar í Bandaríkjunum og langt frá ofsækjendunum.
 
Mormónar hófu að byggja borgina [[Salt Lake City]] með Musteri Mormons sem öxul. Þar að auki stofnuðu mormónar 325 þorp og bæi í Utah á tímum Brigham Young.
Lína 40:
Árið 1857 sendi bandaríkjastjórn herlið til Utah til að berja niður mormónauppreisn sem fréttist hafði um til Washington. Uppreisnin reyndist vera sögusögn en hersetan olli margvíslegum erfiðleikum fyrir íbúa Utah.
 
En mormónum hélt áfram að fjölga mjög og við andlát Brigham Young 1877 voru þeir orðnir 140 000 í Utah. Það var ekki einungis því að þakka að þeir eignuðust mörg börn heldur öllu frekar trúboð í Evrópu og innflytjendur sem komu þaðan.
 
Á þessum tíma var það opinber trúarsetning mormóna að Guð vildi að þeir stunduðu [[fjölkvæni]]. Það var hins vegar ólöglegt í Bandaríkjunum og mikill þyrnir í augum andstæðinga mormóna. 1887 voru sett ný lög í Bandaríkjunum gegn mormónum og fjölkvæni. Með þeim voru settar miklar hömlur á allt starf kirkjunnar og allar eigur gerðar upptækar, allir einstaklingar sem neituðu að taka afstöðu gegn fjölkvæni voru sviptir kosningarétti og kjörgengi. Fjölmargir voru dæmdir í fangelsisvist og aðrir flúðu undan lögreglu og herliði. [[Wilford Woodruff]] sem þá var kirkjuleiðtogi fékk vitrun 1890 og lýsti því yfir að fjölkvæni væri nú gegn vilja Guðs. Flestir mormónar fylgdu kenningu Woodruffs án mótmæla.
 
Afnám fjölkvænis gaf mormónum og Utah möguleika að taka nýja stöðu í samfélagslífi Bandaríkjanna. Árið [[1896]] varð Utah 45 fylkið í Bandaríkjunum.
 
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu hélt áfram að vaxa, frá 268 331 árið 1900 til 979 454 árið 1948. Árið 1950 bjuggu einungis 8% mormóna utan Bandaríkjanna en 1990 voru það 35%. Nú býr um helmingur mormóna í Bandaríkjunum.
 
== Trúarkenningar ==
Lína 58:
Mormónar trúa því að með Guði, hinum himneska föður, sé kona hans, hin himneska móðir. Móðirin er jöfn föðurnum í heilagleika og vísdómi.
 
Mormónar kenna að Guð sé í raun þrjár persónur, sjálfstæðir guðir. Guð faðirinn sem heitir Elohim, sonurinn Jesús sem er kallaður Jehóva í Gamla testamentinu og Heilagur andi. Menn geta einnig orðið guðir við hlið Guðs í eilífðinni.
 
Samkvæmt mormónum er Jesús fullkomin fyrirmynd. Hann kenndi í orði og verki á hvaða hátt menn skuli haga eigin lífi og elska Guð og samferðamenn sína. Hann lét sjálfviljugur líf sitt á krossinum og fullgerði þannig friðþæginguna. Með því frelsaði hann alla frá syndum sem vilja fylgja honum. Mormónar álíta andstætt við aðrar kristnar kirkjur að Jesús hafi ”verið getinn af heilögum anda”, þeir trúa því að hann hafi á jörðu verið barn Guðs og [[María mey|Maríu]] og á himni barn Guðs, Elohim, og konu hans. Þeir eru einnig vissir um að Jesús hafi farið til Ameríku eftir að hann reis upp frá dauðum.
Lína 66:
 
== Endurreist kirkja ==
Mormónar halda því fram að þeir séu kristnir en á eigin hátt. Þeir trúa því að Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu hafi endurreist þá frumkirkju sem Jesús stofnaði. Samkvæmt kenningu þeirra skipulagði Jesús þrjú síðustu árinn á lífi söfnuðinn og skipaði tólf postula og veiti þeim vald til að tala í hans nafni og stjórna kirkjunni. Fljótlega eftir dauða Jesús voru postularnir sjálfir myrtir og bein áhrif Guðs á kirkjuna enduðu þar með. Þar með hófst tími misskilnings og vantúlkana. Mormónar telja sig ekki á neinn hátt tilheyra þeim kirkjulegu og trúarlegu hefðum sem hafa skapast allt frá fyrstu öldum kristinnar kirkju. Árið 1820 birtust Guð og Jesús Joseph Smith og sögðu honum að hlutverk hans væri að endurreisa kirkjuna. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er þess vegna eina kristna kirkjan sem hefur valdsumboð frá Jesú Kristi. Kirkjan er hliðstæð frumkirkjunni sem Kristur stofnaði í jarðneskri þjónustu sinni hvað varðar trú, kenningar, valdsumboð og skipulag.
 
== Erfðasyndin ==
Kristnar kirkjur hafa kennt að Adam og Eva hafi syndgaði þegar þau átu af tré þekkingar góðs og ills og þar með fengu allir menn þegar við fæðingu sama syndaeðli.
 Mormónar afneita kenningunni um [[erfðasyndin]]a og kenna hins vegar að synd [[Adam]]s hafi verið nauðsynleg í áætlun lífsins og blessun fyrir gjörvalt mannkyn og að menn verði dæmdir fyrir eigin syndir en ekki Adams.
 
== Skírn látinna ==
Samkvæmt kenningum kirkjunnar hafa meðlimir hennar skyldum að gegna gagnvart látnum ættmennum, þeim sem ekki höfðu möguleika á að velja Jesú Krist meðan þeir lifðu. Til að auðvelda þeim eilífðarlífið er hægt að skíra þá í musteri kirkjunnar með staðgengli. Til að auðvelda þetta rekur kirkjan eitt stærsta ættfræðisafn í heiminum: Ættfræðisafnið í Salt Lake City, Utah. Það er opið almenningi, sem fengið getur aðgengi að milljónum heimildarskjala með fæðingardögum, giftingardögum, dánardögum.
 
== Prestar ==
Lína 92:
[[Hin dýrmæta perla]], er safn opinberana, þýðinga og rita frá Joseph Smith.
 
== Mormónar á Íslandi ==
Á Íslandi er starfandi söfnuður í [[Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu á Íslandi|Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu]].
 
Lína 108:
== Heimildir ==
* By the Hand of Mormon: The American Scripture that Launched a New World Religion, Terryl L. Givens, Oxford University Press, 2002. ASIN: B000WD16NA
* Shipps, Jan (1987-01-01). Mormonism: The Story of a New Religious Tradition. University of Illinois Press. ISBN 02520141700-252-01417-0.
* Williams, Drew (2003-06-03). The Complete Idiot's Guide to Understanding Mormonism. Alpha. ISBN 00286449130-02-864491-3.
 
== Ítarefni ==
* [http://www.kirkjajesukrists.is/ Vefur Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu]
* [http://lds.org LDS.org] - Opinber vefur móðurkirkjunnar í Bandaríkjunum
* [http://scriptures.lds.org/ scriptures.lds.org] - Ritningar mormóna í vefbúningi (á ensku)
* [http://familysearch.org FamilySearch.org] - Ættfræðivefur
 
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
 
Lína 139:
[[es:Iglesia de Jesucristo de los Santos de los Últimos Días]]
[[et:Viimse Aja Pühade Jeesuse Kristuse Kirik]]
[[fa:کلیسای عیسی مسیح قدیسان آخر الزمان]]
[[fi:Myöhempien Aikojen Pyhien Jeesuksen Kristuksen kirkko]]
[[fr:Église de Jésus-Christ des saints des derniers jours]]