„Breiðabólstaður (Vesturhópi)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Breiðabólstaður''' er bær og [[kirkjustaður]] í [[Vesturhóp]]i í [[VsturVestur-HúnavatnssýslsHúnavatnssýsla|Vestur-Húnavatnssýslu]]. Bærinn var stórbýli, höfðingjasetur og menningarsetur fyrr á öldum.
 
Á Breiðabólstað bjó Már Húnröðarson á 11. öld og síðan sonur hans, [[Hafliði Másson]], sem þekktur var fyrir deilur sínar við [[Þorgils Oddason]] á [[Staðarhóll|Staðarhóli]] í [[Saurbæjarhreppur (Dalasýslu)|Saurbæ]]. Lauk þeim þannig að Þorgils hjó þrjá fingur af Hafliða á [[alþingi]] og heimtaði Hafliði af honum afar háar bætur. Þaðan er komið máltækið ''Dýr mundi Hafliði allur''.
 
Þegar Hafliði bjó á Breiðabólstað voru [[íslensk lög]] fyrst skráð þar veturinn [[1117]]-[[1118]] og endurskoðuð og endurbætt um leið, einkum kaflinn [[Vígslóði]]. Kallaðist handritið [[Hafliðaskrá]]. [[Minnisvarði]] um þessa lagaritun var reistur á Breiðabólstað [[1974]] á vegum [[Lögmannafélag Íslands|Lögmannafélags Íslands]]. Frá dögum Hafliða þótti Breiðabólstaður mikið menningar- og menntasetur. Þar átti að reisa fyrstu [[steinkirkja|steinkirkju]] á Íslandi um miðja 12. öld og bóndasonur þaðan fór til Noregs að sækja steinlím í kirkjuna, en skipið fórst á heimleið og kirkjan reis aldrei.
 
Fljótlega eftir að [[Jón Arason]] keypti [[prentsmiðja|prentsmiðju]] til landsins og fékk prentara, Jón Matthíasson eða Mattheusson sem kallaður var hinn sænski til að sjá um prentverkið, fékk prentarinn prestsembætti á Breiðabólstað og flutti þangað með prentáhöldin. Ekki er mikið vitað um þær bækur sem prentaðar voru á Breiðabólstað, en tvær óheilar bækur hafa varðveist. Jón sænski giftist íslenskri konu og var Jón sonur þeirra prentari, fyrst á Breiðabólstað og svo á Hólum. Við prestsembættinu tók [[Guðbrandur Þorláksson]] [[1567]] en fjórum árum síðar varð hann biskup á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] og flutti þá bæði prentverkið og Jón yngra prentara þangað.
 
Guðbrandur var ekki eini biskupinn sem þjónað hafði á Breiðabólstað, [[Ólafur Rögnvaldsson]] [[Hólabiskupar|Hólabiskup]] var prestur þar um miðja 15. öld. Margir merkisprestar hafa líka búið á Breiðabólstað, enda var þar eitt af betri brauðum landsins fyrr á tíð.