„Kristján 3.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Kristján 3.''' (12. ágúst 1503 - 1. janúar 1559) var konungur Danmerkur, Noregs og Íslands frá 1534 til dauðadags. Í konungst...
 
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kristján 3.''' ([[12. ágúst]] [[1503]] - [[1. janúar]] [[1559]]) var konungur [[Danmörk|Danmerkur]], [[Noregur|Noregs]] og [[Ísland]]s frá [[1534]] til dauðadags. Í konungstíð hans urðu [[siðaskipti]] í ríkjunum.
 
Kristján var elsti sonur [[Friðrik 1.|Friðriks 1.]] og konu hans, Önnu af Brandenborg, og ólst upp sem hertogasonur í [[Gottorp]]. Hann var á ferðalagi í Þýskalandi [[1521]], var viðstaddur [[þingið í Worms]] og hreifst þar mjög af [[Marteinn Lúther|Marteini Lúther]] og kenningum hans. Stuttu síðar var [[Kristján 2.]] frændi hans settur af sem konungur Danmerkur og Friðrik 1. tók við. Þegar Friðrik dó vorið [[1533]] vildi [[ríkisráð]]ið fyrst í stað ekki velja Kristján son hans sem konung vegna trúarskoðana hans og var Danmörk án konungs í heilt ár. Margir vildu fá Kristján 2. sem bjó í útlegð í Hollandi aftur á konungsstól. Eftir að [[Lübeck|Lýbikumenn]] réðust á Danmörku [[1534]] valdi aðallinn Kristján 3. sem konung en þó var aðeins [[Jótland]] á valdi hans; [[Sjáland]] og [[Skánn]], [[Kaupmannahöfn]] og [[Málmey (Svíþjóð)|Málmey]] studdu Kristján 2. Hófst þá [[Greifastríðið]] svokallaða, sem um síðir lauk með sigri Kristjáns 3. og stuðningsmanna hans árið [[1536]].