„Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
Masae (spjall | framlög)
Lína 22:
Sama ár og Mormónsbók var gefin út var söfnuðurinn stofnaður og urðu safnaðarfélagar fljótlega allmargir. Frá upphafi var mikil áhersla lögð á trúboð. Þessi nýju trúarbrögð vöktu mikla andúð annarra safnaða. Sjálfur var Smith handtekinn oftar en þrjátíu sinnum vegna trúar sinnar.
 
Fyrsta musteri mormóna var vígt [[1836]] í Kirtland í [[Ohio]]. Söfnuðurinn óx hröðum skrefum en ofsóknirnar héldu einnig áfram. Mormónarnir fluttafluttu þá til [[Illinois]] og stofnuðu þar sveitarfélagið Nauvoo. En þeir sluppu ekki við ofsóknir þar heldur.
 
Joseph Smith var handtekinn hvað eftir annað og þegar hann sat í fangelsi í borginni Carthage í Illinois ásamt bróður sínum Hyrum voru þeir báðir myrtir 27 júní [[1844]] af vopnuðum lýð sem réðist inn í fangelsið. Joseph Smith var þá einungis 38 ára gamall.
Lína 32:
[[Brigham Young]] ([[1801]] – [[1877]]) sem tók við forstöðu safnaðarins eftir Smith ályktaði að framtíðarlandið væri í vesturhluta norður Ameríku. Hann ákvað því að söfnuðurinn allur mundi taka sig upp og flytja til fyrirheitna landsins á sama hátt og [[Ísraelsmenn]] höfðu flúið [[Egyptaland]]. Um 16 000 safnaðarfélagar tóku sig upp og hófu langa og stranga ferð vestur eftir meginlandinu. Eftir tveggja ára ferð kom fyrsti mormónahópurinn á áfangastað, Salt Lake-dalinn í [[Utah]], í júlí [[1847]].
 
Á þessum tíma var Salt Lake langt frá öllum byggðubyggðum og utan landamæra Bandaríkjanna. Þaðan var meir en 1600 km til næstu stærri borgar í Bandaríkjunum og langt frá ofsækjendunum.
 
Mormónar hófu að byggja borgina [[Salt Lake City]] með Musteri Mormons sem öxul. Þar að auki stofnuðu mormónar 325 þorp og bæi í Utah á tímum Brigham Young.
Lína 46:
Afnám fjölkvænis gaf mormónum og Utah möguleika að taka nýja stöðu í samfélagslífi Bandaríkjanna. Árið [[1896]] varð Utah 45 fylkið í Bandaríkjunum.
 
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu hélt áfram að vaxa, frá 268 331 árið 1900 til 979 454 árið 1948. Árið 1950 bjuggu einungis 8% mormóna utan Bandaríkjanna en 1990 voru það 35%. Nú býr um helmingur mormóna í Bandaríkjunum.
 
== Trúarkenningar ==