„Björn Guðnason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Björn Guðnason''' (f. um 1470, d. 1518) var íslenskur sýslumaður og höfðingi á 15. og 16. öld. Hann bjó í Ögri við Ísafjarðardjúp, var valdam...
 
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Björn Guðnason''' (f. um [[1470]], d. [[1518]]) var íslenskur [[sýslumaður]] og höfðingi á 15. og 16. öld. Hann bjó í [[Ögur|Ögri]] við [[Ísafjarðardjúp]], var valdamesti maður á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] um sína daga og átti í miklum deilum við Skálholtsbiskup.
 
Foreldrar Björns voru [[Guðni Jónsson]] (um 1430-1507), sýslumaður og lögréttumaður á Hvammi í Hvammssveit og Kirkjubóli í Langadal, bróðir þeirra [[Páll Jónsson (lögmaður)|Páls Jónssonar]] lögmanns á [[Skarð á Skarðsströnd|Skarði]] og Orms Jónssonar í [[Klofi|Klofa]] og síðar á Skarði, og kona hans Þóra Björnsdóttir, laundóttir [[Björn Þorleifsson|Björns Þorleifssonar]] ríka. Á meðal systkina Björns var Helga, kona [[Torfi Jónsson í Klofa|Torfa Jónssonar]] í Klofa á Landi, bandamanns Bjarnar í deilum við Skálholtsbiskup.
 
Bjðrn var sagður héraðsríkur stórbokki, óvæginn og harður í horn að taka ([[Jón Espólín]] kallar hann illmenni) og deildi hart um vald yfir kirkjujörðum við [[Stefán Jónsson (biskup)|Stefán Jónsson]] biskup í Skálholti. Vorið [[1513]] beittu þeir [[Jón Sigmundsson]] lögmaður, sem hafði átt í hörðum deilum við [[Gottskálk Nikulásson]] Hólabiskup, sér fyrir [[Leiðarhólmssamþykkt]], þar sem höfðingjar skuldbundu sig til að þola ekki biskupum ójöfnuð en hlíta þó kirkjulögum. Björn mun hafa samið það skjal. Sagt er að Stefán hafi sumarið [[1517]] komið í Ögur með 300 manna lið en TorfiBjörn hafi haft að minnsta kosti jafnmarga menn hjá sér. Þó kom ekki til átaka og þeir sættust að sinni en dóu báðir á næsta ári.
 
Kona hans var Ragnhildur Bjarnadóttir frá [[Ketilsstaðir|Ketilsstöðum]] á [[Vellir|Völlum]], dóttir [[Bjarni Marteinsson|Hákarla-Bjarna Marteinssonar]] og konu hans Ragnhildar, dóttur [[Þorvarður Loftsson|Þorvarðar Loftssonar]] ríka. Á meðal barna þeirra var Guðrún eldri, sem fyrst giftist Bjarna Andréssyni bónda á [[Brjánslækur|Brjánslæk]] og síðar [[Hannes Eggertsson|Hannesi Eggertssyni]] hirðstjóra.