Munur á milli breytinga „Ludvig Holm-Olsen“

ekkert breytingarágrip
(Tengill)
Ludvig Holm-Olsen var prófessor í norrænni textafræði við [[Háskólinn í Björgvin|Háskólann í Björgvin]] 1953–1981. Sem deildarforseti 1956–1958 og rektor 1960–1965 þurfti hann að helga sig stjórnunarstörfum og áætlanagerð fyrir stofnun sem var í örum vexti. Til að efla sína eigin deild lagði hann t.d. áherslu á að efla bókasafnið, og útvegði dýrmætt bókasafn föðurbróður síns, [[Magnús Olsen|Magnúsar Olsen]], og ljósmyndir af norskum miðaldahandritum í öðrum söfnum.
 
Hann var ritstjóri tímaritsins [[Maal og minne]] 1951–1984 og var í ritstjórn [[Arkiv för nordisk filologi]] 1963–1990. Hann varð félagi í [[Norska vísindafélaginuvísindaakademían|Norsku (Det Norske Videnskaps-Akademi)vísindaakademíunni]] 1953, var sæmdur St. Ólafs-orðunni 1967 og stórriddarakrossi hinnar íslensku [[Fálkaorðan|fálkaorðu]].
 
Í tilefni af sjötugsafmælinu var gefið út heiðursrit: ''Festskrift til Ludvig Holm-Olsen på hans 70-årsdag den 9. juni 1984'', með greinum fjölmargra fræðimanna. Þar er einnig ritaskrá afmælisbarnsins.
 
[[Flokkur:Norskir textafræðingar]]
[[Flokkur:Handhafar stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu]]