„Kjalarnesþing“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Kjalarnesþing''' var staðbundið þing sem starfaði fyrir stofnun Alþingis og var að einhverju leyti undanfari þess. Það hefur sennilega upphaflega verið á Kjalarnes...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:A mountain visible from the road near Kjalarnes.jpg|thumb|right|(Líklega) fjall við Kjalarnes.]]
'''Kjalarnesþing''' var staðbundið þing sem starfaði fyrir stofnun [[Alþingi]]s og var að einhverju leyti undanfari þess. Það hefur sennilega upphaflega verið á [[Kjalarnes]]i en var lengst af haldið á [[Þingnes]]i við [[Elliðavatn]].
 
Þinghald tíðkaðist meðal germanskra þjóða löngu fyrir [[landnám]] Íslands]], þar á meðal í Noregi, og [[landnámsmaður|landnámsmenn]] hafa því þekkt það úr heimalöndum sínum og fljótlega séð nauðsyn þess að hafa einhvers konar sameiginlegar reglur og [[dómstól]]a. Heimildir geta um tvö staðbundin þing fyrir stofnun Alþingis, Kjalarnesþing og [[Þórsnesþing]], en þau kunna að hafa verið fleiri. [[Ari fróði]] segir í Íslendingabók að [[Þorsteinn Ingólfsson|Þorsteinn]], sonur [[Ingólfur Arnarson|Ingólfs Arnarsonar]], hafi stofnað þingið: „áðr var þing á Kjalarnesi, þat er Þorsteinn Ingólfssonr landnámamanns, faðir [[Þorkels mána]] lögsögumanns, hafði þar ok höfðingjar þeir, er at því hurfu.“
 
Ekki er ljóst hve stórt þingsvæði Kjalarnessþings var en það kann að hafa náð austur að [[Ölfusá]]. Sumir telja að Alþingi sé stofnað út frá Kjalarnesþingi. Þorsteinn Ingólfsson helgaði hið fyrsta Alþingi og var útnefndur [[allsherjargoði]] og þann titil báru afkomendur hans síðan.
Lína 8 ⟶ 9:
 
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3292496|titill=Kjalarnesþing og Alþingi hið forna. Lesbók Morgunblaðsins 6. júlí 1969.}}
* {{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3315478|titill=Norðlingaholt og Þingnes. Morgunblaðið 13. maí 2000.}}
 
[[Flokkur:Reykjavík]]
[[Flokkur:Saga Íslands]]
[[Flokkur:Alþingi]]