„Hey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 74:
Verkun í rúllur breiddist út á 9. og 10. áratug 20. aldar vegna þess hve hagkvæmt það var að geta geymt heyið úti við. Rúlluhey er ýmist mikið eða lítið forþurrkað eftir því hvernig nýtingin er ætluð. Rúllurnar eru bundnar með garni eða neti og hjúpaðar plasti sem myndar lofttæmi. Þannig getur heyið geymst í að minnsta kosti 2 ár án þess að eyðileggjast. Gallinn við rúllurnar er að flatarmál geymslunnar er mun meira en t.d. í turni eða gryfju og á súrefni því „fleiri“ leiðir inn að heyinu.
 
==== ferbaggarFerbaggar ====
Sérstakar ferbaggavélar þróuðust eftir að rúlluvélarnar komu á markaðinn og eru litlu baggabindivélarnar fyrirmynd þeirra. Bagginn myndast í baggahólfinu og sér stimpill um að þjappa í baggana. Þeir eru bundnir með garni og pakkað, stundum tveimur saman, í plast.