„Færeyska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
TXiKiBoT (spjall | framlög)
m robot Bæti við: scn:Lingua faruisa
Gherkinmad (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 17:
[[Mynd:Faroe islands isoglosses.png|thumb|300px|right|]]
 
'''Færeyska''' (færeyska: ''føroyskt'') er [[vesturnorræn tungumál|vesturnorrænt tungumál]] sem er talað af um það bil 70.000 manns, aðallega í [[Færeyjar|Færeyjum]]. Það hefur verið [[opinbert tungumál]] Færeyja frá [[1937]].
 
Eins og [[íslenska]] og [[norn (tungumál)|norn]] (sem nú er útdautt en var áður talað á [[Hjaltlandseyjar|Hjaltlandseyjum]] og [[Orkneyjar|Orkneyjum]]) er uppruni færeyskunnar í þeim [[fornnorræna|fornnorrænu]] [[mállýska|mállýskum]] sem [[Norðurlönd|norrænu]] [[Landnámsmaður|landnámsmennirnir]] töluðu á [[víkingatíminnvíkingaöldin|víkingatímanum]].
 
Færeyska er það tungumál í heiminum sem er líkast íslensku. Það er þó það ólíkt að Íslendingar og Færeyingar geta ekki skilið tal hvers annars án þess að hafa lært málið. Þó er auðveldara fyrir Færeyinga að skilja Íslendinga en öfugt. [[ritmál|Ritmálið]] er mun auðveldara fyrir notendur beggja málanna.
 
Færeyska hvarf sem ritmál eftir að [[danska]] var gerð að kirkjumáli eftir [[siðaskipti]]. Það var ekki fyrr en á seinni hluta [[19. öldin|nítjándu aldar]] sem nútíma færeyskt ritmál varð til og var þá höfð mikil hliðsjón af íslenskri stafsetningu.
Árið [[1854]] gaf málvísindamaðurinn [[Venceslaus Ulricus Hammershaimb|Hammershaimb]] út staðal fyrir stafsetningu nútíma færeysku. Í stað þess að skapa stafsetningu sem fylgdi framburði valdi hann að fylgja málsögulegum uppruna orðsins og forníslenskri stafsetningu. Það gerði meðal annars að bókstafurinn "ð" ekki er tengdur neinu [[fónem]]i. Eins er með bókstafinn "m" í beygingarendingum sem er borinn fram eins og "n". Margar tilraunir hafa verið gerðar að færa stafsetningu nær framburði en án árangurs. Þetta gerir það að verkum að færeyska ritmálið er vandlært fyrir innfædda þar sem mikið ber á milli um framburð og stafsetningu. Tiltölulega þægilegt er hins vegar fyrir Íslendinga að lesa færeysku. Einn helsti aðstoðarmaður Hammershaimbs við að sníða færeyska stafsetningu var [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jón Sigurðsson]] en þeir kynntust á Garði (Regensen) á sínum tíma.
 
== Hljóð og málfræði ==