„Flatey (Breiðafirði)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jackie (spjall | framlög)
m interwiki: ru
fock you .com
Lína 20:
 
Í Flatey hafa verið þekktir fræðimenn sem stóðu framarlega í alþýðumenntun á Íslandi. Fyrsta bókasafn og barnaskóli á Íslandi voru reist í Flatey. Árið [[1926]] var síðan reist kirkja á eyjunni - [[Flateyjarkirkja]]. Hún er mjög sérstök að því leyti að innandyra er hún eins og stórt listaverk. Allt loftið og altaristafluna málaði [[Baltasar Samper|Baltasar listmálara]] og er það einstök upplifun að koma í kirkjuna. Hafa nú bæði kirkjan og bókasafnið nýlega verið endurgerð.
 
== Fólksfjöldi ==
Þegar manntal fór fram [[1703]] voru 20 heimili í Flatey með 106 íbúa, en að auki voru nokkrir húsmenn með fjölskyldur sínar. [[1801]] voru heimilin 17 og íbúarnir 81 að tölu. [[1845]] voru í eynni 143. Um aldamótin 1900 stóð byggðin í [[Flateyjarhreppur (A-Barðastrandarsýslu)|Flateyjarhrepp]] í sem mestum blóma og voru íbúarnir allt að 400. Lagðist síðan byggð að mestu af. Enn búa þó tveir bændur í Flatey ásamt konum sínum. Húsin eru vel varðveitt og er þetta ein merkasta heild gamalla húsa á Íslandi. Flest húsin eru frá 19. öld og byrjun 20. aldar. Húsin eru í einkaeigu og eru notuð sem sumarhús og er eyjan því full af lífi á sumrin. Eigendur húsanna eru flestir afkomendur Flateyinga og lítið er um að ný hús séu byggð nema á grunni eldra húsa. Eftirsóknarvert þykir að eiga sumarhús í Flatey vegna góðs veðurfars og kyrrsældar. Ekki er langt síðan lagt var rafmagn út í eyjuna.