„Munkaþverárklaustur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
m Bætti við tenglum.
Lína 17:
* Árni Hjaltason var vígður ábóti [[1229]] og dó [[1252]]. Í [[Sturlunga|Sturlungu]] segir frá því að þegar [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórður kakali]] kom til landsins 1242 ráðlagði Árni ábóti honum að hverfa sem fyrst á brott úr Eyjafirði því að honum væri ekki óhætt fyrir [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeini unga]].
* [[Eyjólfur Brandsson]] var vígður ábóti 1253 eða 1254 og dó [[1293]]. Eftir [[Flugumýrarbrennu|Flugumýrarbrennu]] reyndi hann að koma á sáttum milli [[Gissur Þorvaldsson|Gissurar Þorvaldssonar]] og brennumanna og síðar reyndi hann margoft að bera sáttarorð á milli í ýmsum deilum [[Sturlungaöld|Sturlungaaldar]] með misjöfnum árangri.
* Ljótur Hallsson tók við eftir dauða Eyjólfs [[1293]] og var til [[1296]].
* Þórir Hallsson var vígður ábóti 1298. Árið 1308 átti hann í deilum við [[Lárentíus Kálfsson]], sem þá var vísitator í umboði erkibiskups, og snerust þær um legstað Solveigar nokkurrar, en þeir sættust síðar. [[Auðunn rauði]] biskup setti Þóri úr embætti um [[1317]]. Hann fór til Noregs [[1321]] og dó [[1323]], líklega í Noregiþar.
* [[Bergur Sokkason]] munkur á [[Þingeyrar|Þingeyrum]] var skipaður príor [[1322]] og vígður ábóti [[1325]] og er ekki vitað hvort einhver var á milli þeirra Þóris. Hann sagði af sér embættinu [[1334]], fyrir lítillætis sakir að því er sagt er. Hann var söngmaður og mælskumaður mikill og samdi margrar [[helgra manna sögur]].
* Björn Þorsteinsson var vígður ábóti [[1334]]. Hann hafði einnig verið munkur á Þingeyrum eins og Bergur og árið [[1340]] hvarf hannþangaðhann þangað aftur og varð ábóti. Hann dó ári síðar.
* Stefán Gunnlaugsson hét næsti ábóti og hafði verið prestur í Saurbæ í Eyjafirði. Hann færði sig einnig að Þingeyrum [[1345]] og var ábóti þar uns hann dó 1348 eða 1350.
* Bergur Sokkason varð þá ábóti á Munkaþverá öðru sinni en dó [[1350]].
* Hafliði varð þánæst ábóti og dó [[1370]] eða [[1371]].
* Árni Jónsson var vígður ábóti [[1370]]. Hann fór utan 1379 og er ekkert vitað um hann eftir það. Hann var gott skáld og er varðveitt eftir hann drápa um Guðmund Arason biskup.
* Þorgils hét næsti ábóti; hann var settur af 1385.
* Hallur, munkur í Þingeyraklaustri, var vígður ábóti á Munkaþverá 1385 og var til 1393 en þá fór hann að eigin ósk aftur til Þingeyra.
* Nafn næsta ábóta er ekki vitað nema hvað það byrjaði á Hall-. Hann var vígður 1394 og hefur líklega dáið í [[Svartidauð á Íslandi|Svartadauða]] 1402. Eftir það var lengi ábótalaust þótt einhverjir munkar væru á Þverá.
* Þorgils, sem vígður var ábóti [[1429]], hafði verið forráðamaður klaustursins um tíma. Hann hafði brennst svo illa í eldsvoðanum á Munkaþverá [[1429]] að honum var ekki hugað líf og náði hann sér aldrei til fulls. Hann dó [[1434]].
* Einar Ísleifsson beltislausi var vígður [[1435]]. Hann átti eftir að auðga klaustrið mikið að jörðum og lausafé og eignaðist það meðal annars allan Vaglaskóg. Hann er talinn hafa dáið um áramótin 1487-1488 og hafði þá verið ábóti í yfir hálfa öld.
* Jón hét næsti ábóti og var vígður [[1489]]. Hann er talinn hafa dáið 1494.
* Einar Benediktsson var ábóti frá [[1496]]. Hann hafði áður verið prestur á Hólum og á [[Grenjaðarstaður|Grenjaðarstað]] (1471-1476) og síðan á [[Skinnastaður|Skinnastað]]. Hann dó líklega [[1524]].
* Finnbogi Einarsson, sonur Einars ábóta Benediktssonar, tók við af föður sínum og hafði áður verið aðstoðarmaður hans frá [[1517]] jafnframt því sem hann var prestur á Grenjaðarstað. Hann var vígður [[1525]] og dó [[1532]]. Hann þótti mjög lærður og hafði skóla á Munkaþverá. Dóttursonur hans var [[Einar Sigurðsson í Eydölum|Einar Sigurðsson]] prestur í Eydölum, faðir [[Oddur Einarsson|Odds biskups]].
* Pétur Pálsson tók við ábótadæmi 1532. Hann varð prestur [[1502]] og hafði verið í þjónustu [[Gottskálk Nikulásson|Gottskálks biskups]], var meðal annars sendur á fund erkibiskups [[1517]] og var settur til að hafa ráð Hólastóls eftir lát Gottskálks. Hann var eini presturinn norðanlands sem ekki kaus [[Jón Arason]] til biskups [[1521]] og [[Ögmundur Pálsson|Ögmundur biskup]] sendi hann utan til að reyna að vinna gegn því að erkibiskup vígði Jón. Seinna sendi Ögmundur hann til Hóla til að lesa forboðsbréf yfir Jóni og fleira bar þeim á milli en hann var þó gerður að ábóta 1532 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Jón. Hann dó [[1546]].
* Tómas Eiríksson var vígður ábóti [[1546]] og hafði áður verið prestur á Mælifelli[[Mælifell]]i og ráðsmaður á Hólum. Fylgikona hans var Þóra Ólafsdóttir, sem var stjúpdóttir Jóns Arasonar biskups. Hann var síðasti ábótinn á Munkaþverá og árið [[1551]] var hann með öðrum á [[Oddeyri]] að taka siðbót og sverja konungi hollustueið. Þar með lauk ábótadæmi hans. Hann dó [[1587]].
 
== Heimild ==
Lína 40:
* {{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2317496|titill=Munkaþverárklaustur. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887.}}
 
[[Flokkur:Klaustur]]
 
{{S|1155}}
 
[[Flokkur:Klaustur]]
 
[[en:Munkaþverá]]