Munur á milli breytinga „Carlsbergsjóðurinn“

ekkert breytingarágrip
Árið [[1882]] tók sjóðurinn við langstærstu eign sinni, brugghúsinu ''Gamle Carlsberg''. Samkvæmt stofnskránni skyldi Carlsbergsjóðurinn ávallt eiga 51% af hlutafénu í fyrirtækinu, sem í dag heitir ''Carlsberg A/S''.
 
Í maí [[2007]] heimilaði yfirstjórn sjóðamála (Civilstyrelsen) breytingu á stofnskránni þannig að Carlsbergsjóðurinn skuli eiga að minnsta kosti 25% af hlutafénu, og ráða 51% atkvæða á [[aðalfundur|aðalfundi]], sem er hægt af því að hlutafénu er skipt í tvo flokka, A- og B-hluti, þar sem A-hlutirnir hafa tífalt atkvæðavægi á við B-hlutina. Þá átti sjóðurinn 51,3% af hlutafénu, og skiptust hlutirnir þannig milli A- og B-hluta, að sjóðurinn réð yfir 81,9% atkvæða. Árið 2008 var efnt til hlutafjárútboðs til að víkka út starfsemi fyrirtækisins, og minnkaði eignarhlutur sjóðsins þá í 30,3% og atkvæðavægið í tæp 73%.
 
Árið 1881 stofnaði sonur J. C. Jacobsen, [[Carl Jacobsen]], nýja bjórgerð, Ny Carlsberg, og auðgaðist brátt á rekstrinum. Hann var mikill listunnandi og varði mestum hluta tekna sinna til kaupa á listaverkum, gömlum og nýjum og varð safn hans á heimsmælikvarða. Jafnframt varði hann stórfé til að skreyta [[Kaupmannahöfn]] með listaverkum, og má þar nefna ''[[Litla hafmeyjan (stytta)|Litlu hafmeyna]]'' við Löngulínu og ''[[Gefjunargosbrunnurinn|Gefjunargosbrunninn]]''. Safn sitt, ''Ny Carlsberg Glyptotek'', gaf hann í almennings eigu. Til að tryggja framtíð safnsins gaf hann Carlsbergsjóðnum Nýju Carlsberg verksmiðjurnar árið 1902, og var um leið stofnaður Nýi Carlsbergsjóðurinn, til stuðnings listum og listfræðum. Hann er sjálfstæð stofnun innan Carlsbergsjóðsins.
# Tímabilið eftir 1944: Á þessu tímabili veitti sjóðurinn styrki til eins vísindamanns, [[Pétur M. Jónasson|Péturs M. Jónassonar]] líffræðings.
Auk þess veitti sjóðurinn marga styrki til danskra vísindamanna og stofnana sem fengust við rannsóknir sem tengdust Íslandi, má þar nefna [[Daniel Bruun]] og [[Kristian Kaalund]], og [[Árnasafn]] í Kaupmannahöfn.
 
Loks má nefna að sjóðurinn hefur styrkt tvö mikilvæg verk um náttúru Íslands:
* [[The Botany of Iceland]] (Grasafræði Íslands), kom út í 5 bindum á árunum 1912–1948. Carlsbergsjóður greiddi útgáfukostnað, ferðir og mestan hluta rannsóknarvinnu.
* [[The Zoology of Iceland]] (Dýrafræði Íslands), útgáfu er ekki lokið, en meginhluti fyrstu fjögurra bindanna (af fimm) kom út á árunum 1937–2005. Carlsbergsjóður greiddi útgáfu og talsverðan hluta rannsókna.
 
== Heimildir ==
* [http://www.carlsbergfondet.dk Vefsíða Carlsbergsjóðsins]
* [http://www.ny-carlsbergfondet.dk/forside.asp Vefsíða Nýja Carlsbergsjóðsins]
* [http://www.tuborgfondet.dk/ Vefsíða Tuborgsjóðsins]
 
[[Flokkur:Saga Danmerkur]]