„Skarð (Skarðsströnd)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Bætti við tenglum.
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Skarð á Skarðsströnd''' er bær og [[kirkjustaður]] í [[Dalasýsla|Dalasýslu]]. Skarð var talin besta jörð við [[Breiðifjörður|Breiðafjörð]] og raunar eitt helsta höfuðból landsins, mikil [[hlunnindi|hlunnindajörð]] og henni fylgir fjöldi eyja og hólma.
 
Bændur á Skarði voru jafnan ríkir og áttu mikið undir sér. Jörðin er í landnámi [[Geirmundur heljarskinn|Geirmundar heljarskinns]] en hann bjó á Geirmundarstöðum samkvæmt [[Landnámabók]]. Líklegt er talið að afkomendur hans hafi fljótlega flutt sig að Skarði og sé svo hefur jörðin ef til vill verið í eigu sömu ættar frá [[landnámsöld]]. Sá fyrsti af ættinni sem staðfest er að hafi búið á Skarði er [[Húnbogi Þorgilsson]], sem sumir telja að hafi verið bróðir [[Ari Þorgilsson fróði|Ara fróða]] en í [[Sturlunga|Sturlungu]] er hann sagður sonur [[Þorgils Oddason|Þorgils Oddasonar]]. [[Snorri Húnbogason|Snorri]] sonur Húnboga var lögsögumaður 1156-1170. Sonarsonur hans var Snorri Narfason, sem kallaður var [[Skarðs-Snorri Narfason|Skarðs-Snorri]] og er í [[Sturlunga|Sturlungu]] sagður manna auðugastur í Vestfjörðum. Hann var prestvígður eins og faðir hans og Narfi sonur hans. [[Narfi Snorrason]] (d. 1284) fékk sérstaka undanþágu erikbiskups frá því að skilja við konu sína þegar prestar fengu fyrirmæli um að gera það. Þrír synir hans, [[Þórður Narfason|Þórður]], [[Þorlákur Narfason|Þorlákur]] og [[Snorri Narfason|Snorri]], urðu allir [[lögmenn]].
 
Sonur Snorra var [[Ormur Snorrason|Ormur lögmaður]], sem varð gamall og bjó mjög lengi á Skarði. Sonarsonur hans var [[Loftur Guttormsson]], sem átti bú á Skarði þótt hann byggi aðallega á [[Möðruvellir í Hörgárdal|Möðruvöllum]], og frægust allra Skarðverja á miðöldum voru [[Ólöf ríka Loftsdóttir|Ólöf ríka]] dóttir Lofts og maður hennar, [[Björn Þorleifsson]] hirðstjóri. Björn var drepinn af Englendingum í [[Rif]]i [[1467]] en Ólöf hefndi hans grimmilega, handtók að sögn suma Englendingana, flutti þá heim að Skarði og þrælkaði þá þar, lét þá meðal annars leggja steinstétt heim að [[Skarðskirkja|Skarðskirkju]] sem enn sér fyirir. Hún bjó í rúm 30 ár á Skarði eftir dauða hans. [[Solveig Björnsdóttir|Solveig]] dóttir hennar bjó á Skarði eftir móður sína og ættin síðan áfram til þessa dags.
 
Höfn Skarðverja hefur frá alda öðli verið í Skarðsstöð. Þaðan hefur jafnan verið útgerð og nú er þar smábátahöfn. Verslun var þar frá 1890-1911.
 
Við Skarð eru kenndar tvær frægar skinnbækur, [[Skarðsbók]] Jónsbókar, skrautlegasta og glæsilegasta fornhandrit sem varðveist hefur, og [[Skarðsbók]] postulasagna.
 
== Heimild ==