„Einingarlögin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
m leiðrétti fl
Lína 2:
'''Einingarlögin''' er [[alþjóðlegur sáttmáli]] sem settur var árið [[1986]]. Einingarlögin voru fyrsta stóra endurskoðunin á [[Rómarsáttmálinn|Rómarsáttmálanum]] sem stofnaði [[Evrópubandalagið]]. Með Einingarlögunum var komið á tímaramma á það ferli sem leiða ætti að sameiginlegum frjálsum markaði innan Evrópubandalagsins en lengi hafði staðið til að ná því markmiði. Stefnt var að því að ljúka því fyrir [[31. desember]] [[1992]]. Með sáttmálanum var einnig komið á sameiginlegri utanríkisstefnu í formi [[Evrópska Stjórnmálasambandið|Evrópska Stjórnmálasambandsins]] sem seinna varð að [[Sameiginleg utanríkis- og varnarmálastefna Evrópusambandsins|Sameiginlegri utanríkis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins]] með setningu [[Maastrichtsamningurinn|Maastrichtsamningsins]]. Einingarlögin voru samin á ráðstefnu sem haldin var frá september [[1985]] til janúar [[1986]]. Einn af hvötum þess að til þeirra var stofnað var sú aukna spenna sem hlaupið hafði í [[kalda stríðið]] milli stórveldanna tveggja, [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Löggjafarþing allra aðildarríkja EB nema [[Danmörk|Danmerkur]] samþykktu Einingarlögin en í kjölfarið var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku þar sem þau voru samþykkt.
 
[[Flokkur:EvrópusambandiðEvrópusambandssamningar]]
[[Flokkur:Alþjóðlegir sáttmálar]]
 
[[bg:Единен европейски акт]]