„Bólu-Hjálmar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hjálmar Jónsson''', þekktastur sem '''Bólu-Hjálmar''', (fæddur á [[Halland]]i í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]] [[29. september]] [[1796]], dáinn í Brekkuhúsum[http://www.varmahlidarskoli.is/seyluhreppur/brekkuhus.html] skammt frá [[Víðimýri]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]] [[25. júlí]] [[1875]]) var [[bóndi]] og [[ljóðskáld]]. Fyrst bóndi á [[Bakki (Öxnadalur)|Bakka]] í [[Öxnadalur|Öxnadal]] en síðan fluttist hann til [[Skagafjörður|Skagafjarðar]] og bjó þar á nokkrum bæjum og við einn þeirra, [[Bóla|Bólu]] (Bólstaðargerði) í [[Blönduhlíð]], var hann jafnan kenndur. Hann bjó við heldur þröngan kost seinni búskaparár sín og átti oft í erjum við nágranna sína. Hjálmar var listfengur og oddhagur og hafa varðveist eftir hann fagurlega útskornir gripir. Hann var og fljúgandi hagorður og myndvís í skáldskap sínum. Í ljóðum hans gætir gjarnan biturleika vegna slæmra kjara og ekki vandar hann samferðamönnum sínum alltaf kveðjurnar.
 
Móðir Hjálmars, Marsibil Semingsdóttir, var heimilislaus þegar hún eignaðist hann, kom að kvöldi dags að Hallandi á [[Svalbarðsströnd]] og tók léttasótt um nóttina. Daginn eftir fór vinnukona á Hallandi, Margrét að nafni, með barnið áleiðis til [[hreppstjóri|hreppstjórans]] og bar það í poka. Hún kom við á Dálksstöðum og húsmóðirin þar, ekkja að nafni Sigríður Jónsdóttir, fann svo til með drengnum að hún tók hann í fóstur og ól hann upp til átta ára aldurs. Þá fór hann til föður síns, Jóns Benediktssonar, og ólst þar upp.
 
Hjálmar flutti að [[Silfrastaðir|Silfrastöðum]] í Skagafirði [[1820]] og kynntist þá konu sinni, Guðnýju Ólafsdóttur á [[Uppsalir (Blönduhlíð)|Uppsölum]], en mæður þeirra voru systur. Þau bjuggu fyrst á [[Bakki (Öxnadalur)|Bakka]] í [[Öxnadalur|Öxnadal]] en fluttu svo aftur til Skagafjarðar og bjuggu fyrst á [[Nýibær (Austurdal)|Nýjabæ]] í [[Austurdsalur|Austurdal]] í fimm ár. Árið [[1829]] fluttu þau að [[Bóla|Bólu]] (Bólstaðargerði) í [[Blönduhlíð]], hjáleigu frá Uppsölum og við þann bæ var Hjálmar jafnan kenndur. Hjálmar var ekki vinsæll í sveitinni og þegar nágrönnunum þótti fé heimtast illa féll grunur á hann og gerðu hreppstjórar þjófaleit hjá þeim hjónum 1838. Þau voru sýknuð af ákærum um sauðaþjófnað ári síðar en hröktust burt frá Bólu. Sauðaþjófnaður var einhver alvarlegasti glæpur bændasamfélagsins og féll Hjálmari kæran mjög þungt.
 
Guðný dó [[1845]] og eftir það var Hjálmar í [[húsmennska|húsmennsku]], lengst af í Minni-Akragerði í Blönduhlíð og síðar í Grundargerði þar rétt hjá. Hann bjó við heldur þröngan kost og átti oft í erjum við nágranna sína og orti um þá. Hjálmar var listfengur og oddhagur og hafa varðveist eftir hann fagurlega [[útskurður|útskornir]] gripir. Hann var og fljúgandi hagorður og myndvís í skáldskap sínum. Í ljóðum hans gætir gjarnan biturleika vegna slæmra kjara og ekki vandar hann samferðamönnum sínum alltaf kveðjurnar.
 
Bólu-Hjálmar gerðist ágætlega sjálfmenntaður, einkum á [[fornfræði|forn fræði]]. Hann var [[rímur|rímnaskáld]] að hefðbundnum sið en kvað einnig minnisverð og hvassyrt kvæði um samtíð sína og eigin ævi. Frægust eru þar „Þjóðfundarsöngur 1851“ og „Umkvörtun“, þar sem hann kvað um heimasveit sína, [[Akrahreppur|Akrahrepp]] í Skagafirði, og hóf kvæðið með þessu erindi:
Lína 14 ⟶ 20:
Í þessu dæmi og mörgum öðrum kvæðum Hjálmars gætir beiskju og gagnrýni sem á afar lítið skylt við þann rómantíska þjóðfrelsislofsöng sem „lærðu“ skáldin sungu um þessar mundir.
 
Hjálmar var frægur fyrir níðkveðskap og þótti bæði óvæginn og illskeyttur. HannÞví átti hann sér ýmsa óvildarmenn en hann átti líka marga vini og var ásakaðuroft umfenginn sauðaþjófnað,til einhvern alvarlegastaskemmta í veislum því hann var fróður og glæpgóður bændasamfélagsinssögumaður, skemmti fólki með kveðskap og féllgat honumverið hrókur kæraalls mjögfagnaðar þungtþegar hann vildi. Hann andaðist í beitarhúsum frá [[Brekka (Seyluhreppi)|Brekku]] í [[Seyluhreppur|Seyluhreppi]] árið 1875 og var jarðsettur á [[Miklibær í Blönduhlíð|Miklabæ]] við hlið Guðnýjar konu sinnar.
 
==Heimild==
Lína 24 ⟶ 30:
{{Wikiheimild|Bólu-Hjálmar|Bólu-Hjálmari}}
[[Flokkur:íslensk skáld]]
[[Flokkur:Akrahreppur]]
[[Flokkur:Skagafjörður]]
{{fd|1796|1875}}