„Marcellus (d. 1460)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
m
Lína 7:
 
== Skálholtsbiskup og erkibiskupsefni ==
Árið [[1447]] varð [[Nikulás V.]] páfi og Marcellus flýtti sér til [[Róm]]ar, kom sér í mjúkinn hjá honum og fékk hann til að skipa sig biskup í Skálholti. Hann virðist hafa dvalist lengi í Róm og komist þar í kynni við marga mektarmenn. Hann hélt svo til [[Danmörk|Danmerkur]], þar sem [[Kristján 1.]] var nýtekinn við konungdómi, kynnti sig sem sérlegan sendimann páfa og var fljótur að koma sér í mjúkinn hjá hinum unga konungi. Hann fylgdi konungi til Noregs sumarið 15501450 og krýndi hann konung Noregs í Niðarósdómkirkju. Honum tókst meira að segja að fá konung til að lýsa nýkjörinn [[erkibiskup]] ólöglega kosinn og útnefna Marcellus sem erkibiskupsefni.
 
Fór svo Marcellus til Rómar að fá páfa til að staðfesta erkibiskupstignina en þá var páfi búinn að fá fréttir af afbrotaferli hans og var hann úthrópaður alræmdur skálkur. Hann flúði því frá Róm áður en hann yrði dæmdur og fór norður til Kölnar, þar sem hann fékkst meðal annars við lækningar og falsaði páfabréf sér til viðurværis. Hann var handtekinn haustið 1451 en tókst að flýja einu sinni enn.