„Marcellus (d. 1460)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Marcellus''' de Niveriis (d. [[1460]]) var þýskur [[Fransiskusarmunkur]] og ævintýramaður sem var skipaður Skálholtsbiskup[[Skálholt]]sbiskup [[15. apríl]] [[1448]] og hafði þann titil til dauðadags þótt aldrei kæmi hann til Íslands.
 
== Falsbréfasali og strokufangi ==
Ekkert er vitað um ætt og uppruna Marcellusar nema hvað hann er talinn fæddur í þorpinu Nivern an der Lahn, ekki langt frá [[Koblenz]]. Hann virðist hafa verið mjög vel menntaður en fyrst er vitað um hann þegar hann var handtekinn fyrir sölu falsaðra [[aflátsbréf]]a í [[Lübeck]] árið [[1426]] og flúði úr fangelsi þar. Næst fréttist af honum í þjónustu Henry Beauforts kardínála, sem var erindreki [[Marteinn V.|Marteins V.]] páfa í [[Þýskaland]]i. Þegar kom upp úr dúrnum að Marcellus var strokufangi var hann aftur settur í fangelsi í [[Köln]], strauk en náðist aftur og var þá meðal annars leiddur allsnakinn um stræti og hæddur og jafnvel hengdur táknrænni hengingu. Í ágúst 1428 var hann dæmdur í ævilangt fangelsi.
 
Hann var hafður í haldi í turni erkibiskupssetursins í Brühl suður af Köln við illan aðbúnað. Þaðan skrifaði hann yfirmönnum kirkjunnar bænarbréf sem varðveist hafa og urðu þau til þess að honum var sleppt úr haldi og fékk uppreisn æru, að sögn eftir að hafa læknað erkibiskupinn af hættulegum sjúkleika. Hann fékk svo prestsembætti í Neuss árið [[1431]]. Hann sat þó ekki á friðarstóli þar og árið [[1439]] var hann [[bannfæring|bannfærður]] en virðist þó hafa setið sem fastast til [[1442]] og virðist hafa notið mikilla vinsælda sóknarbarna sinna. Hann settist þá að í Köln og bjó þar um tíma.
 
== Skálholtsbiskup og erkibiskupsefni ==