„Rentukammer“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SpillingBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: no:Rentekammeret
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Rentukammer''' var [[stjórnardeild]] í danska [[einveldi]]nu, sem lét sig efnahagsmál varða: Bókhald, launamál hins opinbera, toll- og skattheimtu, og hafði umsjón með eignum ríkisins, svo sem skógum, vegum og byggingum. Þegar einveldi var aflagt [[1848]] tók [[fjármálaráðuneyti]] við stærstum hluta af umsjónarefnum rentukammersins.
 
Danska Rentukammerið var í upphafi skrifstofa í [[KansellíinuKansellí]]inu og undir konunglegs [[rentumeistari|rentumeistara]], en við [[Danska einveldistakan|einveldistökuna]] 1660 var nafninu breytt og nefndist það þá ''Skattkammerkollegíið'' og varð skipulagslega sjálfstæðara undir stjórn [[ríkisskattstjóri|ríkisskattstjóra]]. Fyrsti ríkisskattstjóri Danmerkur var [[Hannibal Sehested]]. Árið [[1680]] var nafninu aftur breytt í Rentukammer.
 
Í áranna rás jukust umsvif Rentukammersins og tóku breytingum. Nokkrar skrifstofur voru klofnar út úr því, til dæmis ''Þýska sekretaríatið'' ([[1699]]), ''Verslunarkollegíið'' ([[1735]]), ''Yfirtollkammerið'' ([[1760]]), ''Yfirskattstjórnin'' ([[1762]]) og ''Yfirlandbúnaðarkollegíið'' ([[1768]]).