„Amanda Bynes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Selmam93 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Selmam93 (spjall | framlög)
Lína 19:
==Æska==
Amanda Laura Bynes fæddist í Thousand Oaks í [[Kalifornía|Kaliforníu]] og er dóttir Lynn, aðstoðarkonu tannlæknis og skrifstofustjóra, og Rick Bynes, tannlæknis og grínista. Byens á tvö eldri systkini, Tommy (f. 1974), kírópraktor og Jillian (f. 1983), sem er með B.A. gráðu í sögu frá UCLA og hefur einnig leikið. Amma hennar og afi eru frá Toronto, [[Ontario]]. Faðir Amöndu er kaþólskur og móðir hennar er gyðingur; hún hefur sagt að hún sé gyðingur en hefur einnig sagt '' ég er ekki búin að ákveða mig enn [með trú]]''. ''Ég veit ekki alveg hverju ég trúi''.
 
==Ferill==
 
==Einkalíf==
Bynes útskrifaðist úr menntaskólanum í Thousand Oaks í gegnum einstaklingsbundið nám (þó hún hafi gengið í La Reina menntaskólann í Thousand Oaks í einhvern tíma) og hefur sagt frá löngun sinni til þess að fara í háskólann í New York (NUY) í nálægri framtíð. Hún hefur flutt í íbúð í [[Hollywood]], [[Kalifornía|Kaliforníu]] en flutti seinna aftur heim til foreldra sinna. Amanda hefur áhuga á listmálun og tískuhönnun og hefur sagt að hún sé ''stelpan sem á þá stærstu martröð að týna snyrtitöskunni sinni á ferðalagi''.
 
Árið 2007 talaði hún á mót því að verða villt Hollywood stjarna. ''Ég held að ég fari eins mikið út og ég hef verið að gera ... sem er ekki mikið. Mér finnst gaman að dansa og svoleðis en það er ekki gott fyirr þig að drekka, á allan hátt. Það er ekki gott fyrir húðina á þér; það lætur þér líða hræðilega. Svo að ég drekk ekki.'' Hún sagði þetta sumarið 2007 í sjónvarpsþætti og í mörgum viðtölum. Hún sagði Access Hollywood; ''Mér finnst gaman að vera með fjölskyldunni minni og vinum, og ég þarf ekki að fara á klúbba til þess að skemmta mér.'' Í viðtali í desember 2007 lýsti hún því hvað foreldrar hennar kenndu henni um alkóhól.
 
Hún hefur einnig sagt að hún sé að endurmeta hvernig hún eigi að verja frítímanum sínum. Í janúarblaði Cosmopolitan árið 2009 sagði Amanda; ''Ég er vön því að vera þekkt sem stelpan sem er á móti klúbbum. En ég er að finna jafnvægið á milli. Ég get drukkið [áfeng] og dansað ef mig langar til þess. Þú verður að fara út til þess að hitta fólk og stráka. Ég er á því skeiði að ég vil bara hafa gaman.''