„Pákur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SilvonenBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: et:Timpan
Thvj (spjall | framlög)
fjarlægði rugl
Lína 1:
[[Mynd:Standard timpani setup.jpg|thumb|Fjórar pákur í [[sinfóníuhljómsveit]].]]
'''Pákur''' ('''ketiltrommur''' eða '''ketilbumbur''') eru [[slagverkshljóðfæri]] af þeirri gerð sem gefa frá sér einn tiltekinn tón. Sjaldan er talað um eina páku vegna þess að alltaf er leikið á tvær eða fleiri pákur saman. Páka er koparskál sem skinn er strengt yfir. Oftast er hægt að strekkja á skinninu með fótstigi og stilla þannig tónhæð hverrar páku. Á pákur er leikið með sérstakri gerð af [[Kjuði|kjuðum]], pákukjuðum. Þeir eru með mjúkt höfuð, oft með trékjarna og feltfóðri, handfangið er vanalega úr viði. Mismunandi kjuðar eru notaðir, jafnvel í sama verki, til að ná fram mismunandi tónblæ úr hljóðfærinu. Pákur þróuðust út frá trumbum, sem voru notaðar í hernaði, og urðu fast hljóðfæri í hljómsveitum á [[16. öld]] og hafa verið það síðan. Á barokktímanum mynduðu pákur, ásamt trompetum, grunninn að spunahljómsveitum sem spiluðu, venjulegast utandyra, við viss tilefni í hirðinni. Algengast er að notaðar séu tvær pákur, önnur stillt á grunntón en hin á fortón [[tóntegund]]arinnar sem verkið er í. Frá því á [[Rómantísk tónlist|rómantíska tímabilinu]] (og raunar að einhverju leyti fyrr) hefur þeim þó farið fjölgandi og venjulegt er orðið að hafa fjórar pákur í hveri hljómsveit. Þó það sé mjög sjaldgæft hafa verið samin nokkur verk fyrir pákur og hljómsveit, til dæmis samdi [[Philip Glass]] árið [[2000]] konsert fyrir tvo pákuleikara og hljómsveit, þar sem hvor pákuleikari notar sjö pákur.
 
{{commonscat|Timpani}}