„Austurblokkin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m þýddi kortið
Thvj (spjall | framlög)
járntjaldið
Lína 1:
[[Mynd:Eastn-bloc4_is.svg|thumb|right|Kort sem sýnir Austurblokkina.]]
'''Austurblokkin''' eða '''Sovétblokkin''' var hugtak sem notað var yfir [[kommúnismi|kommúnistaríkin]] í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]], þar á meðal aðildarríki [[Varsjárbandalagið|Varsjárbandalagsins]] auk [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] og [[Albanía|Albaníu]] sem rufu tengsl sín við [[Sovétríkin]] 1948 og 1960. Austurblokkin myndaðist eftir sókn Sovétmanna inn í Evrópu í [[Síðari heimsstyrjöldin]]ni og baráttu [[andspyrna|andspyrnuhreyfinga]] gegn leppstjórnum og hernámsstjórnum [[fasismi|fasista]] og [[nasismi|nasista]]. Flest ríkin í Austurblokkinni voru [[leppríki]] Sovétríkjanna og bæði stjórnmálum, fjölmiðlun, landamæravörslu og efnahagslífi var stjórnað þannig að þau samrýmdust fyrirmælum og hagsmunum Moskvuvaldsins.
 
Ímyndaður ferill, s.k. ''[[járntjaldið]]'' skildi að Austurblokkina og [[Vesturlönd]].
 
==Lönd sem tilheyrðu Austurblokkinni==