„Víktor Kravtsjenko“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hannesgi (spjall | framlög)
Hannesgi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Víktor Andrejevítsj Kravtsjenko''', á ensku Victor Andreevich Kravchenko og rússnesku Виктор Андреевич Кравченко (f. 11. október 1905 í Jekaterínoslav, d. 25. febrúar 1966 í Manhattan í New York), var rússneskur embættismaður, sem sótti um hæli í Bandaríkjunum 1944 af stjórnmálaástæðum. Hann skrifaði síðan bókina ''Ég kaus frelsið'' (I chose Freedom) um reynslu sína, og kom hún út á íslensku 1950. Þegar kommúnistatímaritið ''Les Lettres françaises'' gerði harða árás á Kravtsjenko, höfðaði hann meiðyrðamál gegn því. Vöktu réttarhöldin, sem fóru fram í París 1949, heimsathygli. Var meðal annars deilt um, hvort þrælkunarbúðir væru í Ráðstjórnarríkjunum, og leiddi Kravtsjenko fram fjölda vitna, sem setið höfðu í slíkum búðum, þar á meðal [[Margarete Buber-Neumann]]. Hafði Kravtsjenko sigur í deilunni, þótt honum væru aðeins dæmdar táknrænar bætur.
 
== Tengt efni ==
Stéphane Courtois o. fl.: [[Svartbók kommúnismans|''Svartbók kommúnismans'']], þýð. og ritstj. Hannes H. Gissurarson. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2009. 828 bls.
 
==Heimildir==