„Svartbók kommúnismans“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hannesgi (spjall | framlög)
Hannesgi (spjall | framlög)
Lína 36:
 
== Umræður um efni ''Svartbókarinnar'' ==
[[Image:Bundesarchiv Bild 183-H27337, Moskau, Stalin und Ribbentrop im Kreml.jpg|thumb|right|140px|Ribbentrop, utanríkisráðherra Hitlers, og Stalín undirrita griðasáttmála 23. ágúst 1939.]]
''Svartbók kommúnismans'' hefur verið þýdd á fjölda mála og víða orðið metsölubók. Komið hafa út sérstök greinasöfn um hana á þýsku og frönsku. Margir hafa lokið lofsorði á bókina, en aðrir hafa gagnrýnt hana. Helstu umræðuefnin eru:
 
Lína 42 ⟶ 43:
* Ber að telja kommúnisma glæpsamlega stefnu eins og nasisma? Flestir telja, að nasismi sé mannfjandsamleg stefna, enda hafi nasistar stefnt að útrýmingu heilla þjóðflokka, til dæmis gyðinga. Sumir segja, að kommúnistar hafi ekki í sama skilningi stefnt að því að útrýma neinum. Courtois svarar því til í formála ''Svartbókarinnar'', að kommúnistar hafi vissulega stefnt að útrýmingu heilla stétta (til dæmis „kúlakka“ eða sjálfseignarbænda í Rússlandi og Úkraínu) og jafnvel þjóðflokka.
 
* Má rekja kúgunina í stærstu kommúnistaríkjunum til [[marxismi|marxismans]] eða var hún fremur í rökréttu framhaldi af sterkri ofbeldishefð í þessum ríkjum, til dæmis [[Rússland|Rússlandi]] og [[Kína]]? Courtois svarar því til, að eðlismunur sé á kúguninni fyrir og eftir valdatöku kommúnista, jafnt í [[Rússland|Rússlandi]] og [[Kína]]. Til dæmis hafi í Rússaveldi keisarans 3.932 menn verið samtals teknir af lífi af stjórnmálaástæðum allt tímabilið 1825–1917, en kommúnistar hafi ekki haft völd nema í fimm mánuði, fram í mars 1918, þegar þeir hafi tekið fleiri andstæðinga sína af lífi.
 
* Önnur spurning er náskyld hinni þriðju. Ljóst er af ''Svartbókinni'', að Stalín var réttur arftaki Leníns, sem var jafngrimmur honum og blóðþyrstur. En var Lenín réttur arfaki Marx? Mátti rekja hið mikla ofbeldi, sem kommúnistar beittu, og skilyrðislausa kröfu þeirra um hlýðni sem hagnýta útfærslu marxismans, þar sem gert var ráð fyrir alræði öreiganna í þágu eins málstaðar, sem væri vísindalega sannaður? [[Arnór Hannibalsson]] segir já, en [[Jón Baldvin Hannibalsson]] telur Marx mikilvægan gagnrýnanda kapítalisms, sem jafnaðarmenn megi ekki afneita með öllu.
Evrópuráðið samþykkti í janúar 2006 [http://assembly.coe.int/Main.asp?link=/Documents/AdoptedText/ta06/Eres1481.htm ályktun], þar sem glæpir kommúnistastjórna á tuttugustu öld voru fordæmdir. Ári eftir útkomu ''Svartbókar kommúnismans'' í Frakklandi birtist þar ''[[Svartbók kapítalismans]]'' (''Le Livre Noir du Capitalisme''), og var hún tekin saman í andmælaskyni.
 
Evrópuráðið samþykkti í janúar 2006 [http://assembly.coe.int/Main.asp?link=/Documents/AdoptedText/ta06/Eres1481.htm ályktun], þar sem glæpir kommúnistastjórna á tuttugustu öld voru fordæmdir. Ári eftir útkomu ''Svartbókar kommúnismans'' í Frakklandi birtist þar ''[[Svartbók kapítalismans]]'' (''Le Livre Noir du Capitalisme''), og var hún bersýnilega tekin saman í andmælaskyni við ''Svartbókina''.
 
== Fyrri heimildir um glæpi kommúnista ==