„Svartbók kommúnismans“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hannesgi (spjall | framlög)
Hannesgi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Í formála ''Svartbókarinnar'' reynir Stéphane Courtois að taka saman, hversu margir hafi týnt lífi af völdum kommúnista.
 
* [[Sovétríkin|Ráðstjórnarríkin]] 20 milljónir.
* [[Kína]]: 65 milljónir.
* [[Víetnam]]: 1 milljón.
* [[Norður-Kórea]]: 2 milljónir.
* [[Kambódía]]: 2 milljónir.
* Austur-Evrópa: 1 milljón.
* Rómanska-Ameríka: 150 þúsund.
* Afríka: 1,7 milljónir.
* [[Afganistan]]: 1,5 milljónir.
* Alþjóðahreyfing kommúnista: 10 þúsund.
 
Samtals eru þetta nær 100 milljónir manna. Þetta fólk var ýmist tekið af lífi (oft á hroðalegan hátt, soðið eða grafið lifandi, barið til dauða eða því drekkt, en oftast með kúlu í hnakkinn í kjöllurum á bækistöðvum leynilögreglunnar), svelt í hel eða þrælkað til dauðs í vinnubúðum. Courtois telur, að kommúnisminn verðskuldi þess vegna jafnafdráttarlausa siðferðilega fordæmingu og nasisminn.
 
== Ýmsir glæpir kommúnista ==
Á meðal þeirra glæpa kommúnista, sem lýst er í ''Svartbókinni'', eru:
 
* fjöldaaftökur í [[Sovétríkin|Rússlandi]] eftir valdarán bolsévíka (kommúnista) 1917,
* hungursneyð í [[Sovétríkin|Ráðstjórnarríkjunum]] 1922, sem olli dauða fimm milljóna manna,
* útrýming Don-kósakkanna 1920,
* útrýming nær 690 þúsund manna í „hreinsunum“ [[Stalín]]s 1937–1938,
* nauðungarflutningar tveggja milljóna „kúlakka“ (sjálfseignarbænda) í Ráðstjórnarríkjunum 1930–1932,
* hungursneyð í [[Sovétríkin|Ráðstjórnarríkjunum]] 1932–1933, sem olli dauða sex milljóna manna,
* nauðungarflutningar ýmissa þjóðflokka í stjórnartíð [[Stalín]]s, þar á meðal Volgu-Þjóðverja, Krím-Tatara, Tsjetsjena og Ingúsha,
* fjöldaaftökur í [[Kína]] eftir sigur kommúnista 1949 í borgarastríðinu þar,
* hungursneyð í [[Kína]] 1959–1961, en ágiskanir um fjölda fórnarlamba eru á bilinu 20–43 milljónir manna,
* hungur og vosbúð í þrælkunarbúðum, aðallega í [[Sovétríkin|Ráðstjórnarríkjunum]] (Gúlagið) og [[Kína]] (laogai),
* þjóðarmorð í [Kambódía|Kambódíu]],
* þjóðarmorð í [[Tíbet]].
 
== Umræður um efni ''Svartbókarinnar'' ==
Lína 42:
* Ber að telja kommúnisma glæpsamlega stefnu eins og nasisma? Flestir telja, að nasismi sé mannfjandsamleg stefna, enda hafi nasistar stefnt að útrýmingu heilla þjóðflokka, til dæmis gyðinga. Sumir segja, að kommúnistar hafi ekki í sama skilningi stefnt að því að útrýma neinum. Courtois svarar því til í formála ''Svartbókarinnar'', að kommúnistar hafi vissulega stefnt að útrýmingu heilla stétta (til dæmis „kúlakka“ eða sjálfseignarbænda í Rússlandi og Úkraínu) og jafnvel þjóðflokka.
 
* Má rekja kúgunina í stærstu kommúnistaríkjunum til [[marxismi|marxismans]] eða var hún fremur í rökréttu framhaldi af sterkri ofbeldishefð í þessum ríkjum, til dæmis [[Rússland|Rússlandi]] og [[Kína]]? Courtois svarar því til, að eðlismunur sé á kúguninni fyrir og eftir valdatöku kommúnista, jafnt í [[Rússland|Rússlandi]] og [[Kína]]. Til dæmis hafi í Rússaveldi keisarans 3.932 menn verið samtals teknir af lífi af stjórnmálaástæðum allt tímabilið 1825–1917, en kommúnistar hafi ekki haft völd nema í fimm mánuði, fram í mars 1918, þegar þeir hafi tekið fleiri andstæðinga sína af lífi.
 
Evrópuráðið samþykkti í janúar 2006 [http://assembly.coe.int/Main.asp?link=/Documents/AdoptedText/ta06/Eres1481.htm ályktun], þar sem glæpir kommúnistastjórna á tuttugustu öld voru fordæmdir. Ári eftir útkomu ''Svartbókar kommúnismans'' í Frakklandi birtist þar ''[[Svartbók kapítalismans]]'' (''Le Livre Noir du Capitalisme''), og var hún tekin saman í andmælaskyni.
 
== Fyrri heimildir um glæpi kommúnista ==