„Arthur Koestler“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hannesgi (spjall | framlög)
Ný síða: '''Arthur Koestler''' (f. 5. september 1905 í Búdapest, d. 1. mars 1983 í Lundúnum) var ensk-ungverskur rithöfundur og baráttumaður gegn kommúnisma í kalda stríðinu. Hann var ...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 14. september 2009 kl. 00:27

Arthur Koestler (f. 5. september 1905 í Búdapest, d. 1. mars 1983 í Lundúnum) var ensk-ungverskur rithöfundur og baráttumaður gegn kommúnisma í kalda stríðinu. Hann var af gyðingaættum, gerðist ungur blaðamaður í Þýskalandi og gekk þá leynilega í þýska kommúnistaflokkinn. Ferðaðist hann meðal annars um Ráðstjórnarríkin haustið 1932. Hann var fréttaritari bresks blaðs í spænska borgarastríðinu (1936–1939) og slapp þá naumlega við að vera tekinn af lífi, á meðan hann var í haldi þjóðernissinna Franciscos Franco herforingja. Upp úr því hvarf hann frá kommúnisma og skrifaði skáldsöguna Myrkur um miðjan dag (Darkness at Noon), sem kom út á íslensku 1947. Þar reyndi hann að skýra játningar sakborninganna í Moskvu-réttarhöldunum svokölluðu, sem Stalín hélt 1938 yfir nokkrum helstu keppinautum sínum um völdin í rússneska kommúnistaflokknum. Morgunblaðið birti í árslok 1945 útdrátt úr ritgerðum Koestlers um Ráðstjórnarríkin undir heitinu „Trúin á Sovét“, og olli hann áköfum blaðadeilum. Koestler var ritstjóri greinasafnsins Guðinn sem brást (The God that Failed), sem kom út á íslensku 1950, en þar sögðu sex kunnir menntamenn frá vonbrigðum sínum með kommúnismann.