„Elín Briem“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Kaflaskipting.
Navaro (spjall | framlög)
m Lagfærði tengla.
Lína 1:
'''Elín Briem''' ([[19. október]] [[1856]]-[[4. desember]] [[1937]]) var skólastjóri eða forstöðukona [[kvennaskóliKvennaskólinn á Ytri-Ey|kvennaskólans]]Kvennaskólans á [[Ytri-Ey]] í [[Austur-Húnavatnssýsla|Austur-Húnavatnssýslu]] [[1883]]-[[1895]]. Síðar stofnaði hún [[Hússtjórnarskóli Reykjavíkur|Hússtjórnarskóla Reykjavíkur]].
 
== Uppruni og menntun ==
Elín Rannveig Briem fæddist á [[Espihóll|Espihóli]] í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]], dóttir hjónanna Ingibjargar Eiríksdóttur Briem og Eggerts Gunnlaugssonar Briem, sem þá var [[sýslumaður]] Eyfirðinga og var hún tíunda barn þeirra af nítján. Árið 1861 varð Eggert sýslumaður [[Skagafjörður|Skagfirðinga]] og flutti fjölskyldan þá fyrst að [[Viðvík]] í [[Viðvíkursveit]] en árið eftir að [[Hjaltastaðir|Hjaltastöðum]] í [[Blönduhlíð]]. Þar bjuggu þau í tíu ár en vorið 1872, þegar Elín var 15 ára, fluttu þau að [[Reynistaður|Reynistað]].
 
Elín fékk menntun í heimaskóla eins og systkini hennar en bræðurnir fóru svo í framhaldsnám. Elín hafði mikinn hug á meira námi en á því var þá ekki kostur. Þess í stað hvatti hún til þess að kvennaskóla yrði komið á fót í héraðinu og var það gert haustið 1877, þegar [[Kvennaskóli Skagfirðinga]] hóf störf í [[Ás í Hegranesi|Ás]]i í [[Hegranes]]i. Elín tók að sér kennslu þar um veturinn og eins næstu tvö árin, þegar skólinn var á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, en illa gekk að fá honum fastan samastað. Þegar Húnvetningar stofnuðu [[kvennaskóli|kvennaskóla]] var Elín fengin til að stýra honum eftir fyrsta veturinn og gerði það á meðan skólinn var á [[Lækjamót]]i í [[Víðidalur|Víðidal]].
 
== Ytri-Ey og Kvennafræðarinn ==
Sumarið [[1881]] réðist Elín í að sigla til náms í [[Danmörk]]u og lauk prófi frá [[húsmæðrakennaraskóli|húsmæðrakennaraskóla]] Nathalie Zahle í [[Kaupmannahöfn]] vorið [[1883]]. Hún fór þá heim og tók við stjórn [[Kvennaskólinn á Ytri-Ey|Kvennaskólans á Ytri-Ey]] á [[Skagaströnd]], sem var sameiginlegur skóli Húnvetninga og Skagfirðinga. Þar kenndi hún til [[1895]] og hafði með sér tvo kennara. Í þessum skóla voru ekki eingöngu kenndar [[hannyrðir]], [[matreiðsla]] og önnur hússtörf, heldur líka [[danska]], [[enska]], [[sagnfræði|saga]], [[landafræði]], [[stærðfræði|reikningur]], skrift og fleira. Námsmeyjar voru fyrst tuttugu að tölu en fjölgaði síðar.
 
Á Ytri-Ey ritaði Elín bókina ''[[Kvennafræðarinn]]'' sem kom fyrst út um áramótin [[1888]]-[[1889]]. Áður höfðu komið út tvær [[matreiðslubók|matreiðslubækur]] á íslensku, árið 1800 og um miðja 19. öld, en hvorug náði mikilli útbreiðslu. Það gerði Kvennafræðarinn aftur á móti, seldist strax í 3000 eintökum og var endurprentuð fjórum sinnum. Bókin hafði veruleg áhrif á íslenska matargerð og einnig á hússtjórn, [[hreinlæti]] og margt annað.