„Þorleifur Skaftason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Þorleifur Skaftason''' ([[9. apríl]] [[1683]] - [[16. desember]] [[1748]]) var íslenskur [[prestur]] og [[prófastur]] á 18. öld, þekktur fyrir lærdóm og gáfur. Hann var talinn [[galdrar|fjölkunnugur]] og eru til ýmsar þjóðsögur tengdar meintri galdrakunnáttu hans.
 
Þorleifur var fæddur að Bjarnastöðum í [[Unadalur|Unadal]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]], sonur Skafta Jósepssonar sem síðar var prestur og lögréttumaður á Þorleifsstöðum í [[Blönduhlíð]] og konu hans Guðrúnar Steingrímsdóttur. Í manntalinu 1703 er hann sagður þjónustumaður á [[Stóru-Akrar|Stóru-Ökrum]] í Blönduhlíð. Hann lærði í [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]] og var árið 1707 vígður dómkirkjuprestur á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]]. Þegar Jón Einarsson heyrari, sem átti að taka við skólameistaraembættinu, dó í [[Stórabóla|Stórubólu]] [[1707]] áður en hann náði að setjast í embættið var Þorleifur settur skólameistari um stundarsakir. Því starfi gegndi hann aðeins í nokkra mánuði og sveinarnir voru aðeins 20 vegna bólunnar.
Lína 7:
Þorleifur var sagður góður söngmaður, mikill kennimaður og mikill kraftajötunn. Það orð lá á að hann væri fjölkunnugur, sumir sögðu rammgöldróttur, og er sagt að hann hafi til dæmis verið fenginn til að blessa [[Siglufjarðarskarð]] og hrekja burt óvætti sem þar átti að hafa aðsetur. Hann blandast einnig inn í sögur af [[Galdra-Loftur|Galdra-Lofti]], enda var hann dómkirkjuprestur á Hólum um daga hans. Sagt er að þegar [[Ludvig Harboe]] fór að svipast um eftir biskupsefni 1741 hafi Þorleifur í Múla komið sterklega til greina en galdraryktið hafi spillt fyrir honum og ekki síður að hann þótti drykkfelldur og lítill fjármálamaður. Þorleifur drukknaði í lítilli keldu sem aldrei hafði verið talin mönnum hættuleg og kenndu sumir göldrum um.
 
Nafn fyrstu konu Þorleifs er ekki þekkt. Önnur kona hans (g. 27. október [[1709]]) var Ingibjörg Jónsdóttir; Jón Þorsteinsson faðir hennar var bróðir [[Einar Þorsteinsson|Einars biskups]], ráðsmaður á Hólum og bóndi og lögréttumaður á [[Nautabú í Hjaltadal|Nautabú]]i. Þau áttu mörg börn og eru miklar ættir frá þeim komnar. Þriðja kona hans var Oddný Jónsdóttir, móðir Skúla Magnússonar fógeta, sem þá var orðin ekkja, og segir [[Jón Espólín]] að hún hafi játast honum með því skilyrði að hann kenndi sonum hennar. Þau áttu ekki börn.
 
== Heimildir ==