„Arngrímur Jónsson lærði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Zorrobot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: no:Arngrímur Jónsson
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengil.
Lína 20:
}}
 
'''Arngrímur Jónsson lærði''' ([[1568]] – [[27. júní]], [[1648]]) var [[prestur]] og [[fræðimaður]] á [[Melstaður|Mel]] í [[Miðfjörður|Miðfirði]]. Hann er einkum frægur fyrir rit sitt um Ísland, [[Crymogæa]]. Hann fæddist á [[Auðunarstaðir|Auðunarstöðum]] í [[Víðidalur|Víðidal]], sonur Jóns Jónssonar og Ingibjargar Loftsdóttur, en flutti ungur til frænda síns, [[Guðbrandur_Þorláksson_biskup|Guðbrands Þorlákssonar]] biskups á [[Hólar_í_Hjaltadal|Hólum]]. Hann varð stúdent úr [[Hólaskóli (1186-1802)|Hólaskóla]] [[1585]] og fór til náms í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]], kom aftur til Íslands [[1589]] og fékk þá [[konungsveiting]]u fyrir brauðinu Mel í Miðfirði en varð svo [[rektor]] á Hólum til [[1595]]. Varð formlega aðstoðarmaður Guðbrands biskups árið [[1596]].
 
[[Mynd:ISK_10_note.jpg|thumb|left|Arngrímur á 10 [[íslensk króna|krónu]] seðli.]]
Arngrímur átti í miklum bréfaskiptum við [[Ole Worm]] og skrifaði mikið af lærðum ritum. Sérstaka eftirtekt hlutu rit hans um íslensk efni s.s. ''Brevis commentarius'' og ''Crymogæa''. ''Crymogæa'' er fyrsta samfellda [[Íslandssaga]]n, en átti upphaflega að vera lært svar við ritum erlendra manna um Ísland. Eftir Arngrím liggja einnig margar þýðingar á guðsorðabókum og [[sálmar]].
 
Stungið hefur verið upp á því að skrif Arngríms gegn ritum erlendra höfunda um Ísland hafi verið hluti af því pólitíska valdatafli sem Danakonungur lék gegn [[Hansakaupmenn|Hansakaupmönnum]] á þeim tíma og leiddi á endanum til [[Einokunarverslunin|verslunareinokunar]] Dana, en rit Arngríms beindust gegn skrifum manna sem höfðu komið til Íslands í erindum verslunar Hansakaupmanna.
 
== Ritverk ==