„Pétur Pétursson“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
'''Pétur Pétursson''' ([[3. október]] [[1808]] - [[15. maí]] [[1891]]) var biskup [[Íslenska þjóðkirkjan|íslensku Þjóðkirkjunnar]] frá [[1866]] til [[1889]]. Hann var fæddur á [[Miklibær í Blönduhlíð|Miklabæ]] í [[Blönduhlíð]], sonur [[Pétur Pétursson prófastur|Péturs Péturssonar]] prófasts á [[Víðivellir|Víðivöllum]] og seinni konu hans, Þóru Brynjólfsdóttur. Hann var einn hinna kunnu [[Víðivallabræður|Víðivallabræðra]]; hinir voru [[Jón Pétursson (háyfirdómari)|Jón Pétursson]] háyfirdómari og [[Brynjólfur Pétursson]] Fjölnismaður.
'''Pétur Pétursson''' var biskup [[Íslenska þjóðkirkjan|íslensku Þjóðkirkjunnar]] frá [[1866]] til [[1889]].
 
Pétur og Brynjólfur bróðir hans voru sendir til í tvo vetur náms hjá séra Einari Thorlacius í [[Goðdalir|Goðdölum]] og seinna á [[Saurbær (Eyjafjarðarsveit)|Saurbæ]] í Eyjafirði og var [[Jónas Hallgrímsson]] samnemandi þeirra seinni veturinn. Þeir fóru svo í [[Bessastaðaskóli|Bessastaðaskóla]]. Pétur varð stúdent þaðan [[1827]] og lauk guðfræðiprófi frá [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] 1834. Hann var prestur á [[Helgafell]]i og [[Staðarstaður|Staðarstað]] og prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi, og var skipaður forstöðumaður [[Prestaskólinn|Prestaskólans]] 1847. Má því segja að hann hafi verið fyrsti stjórnandi íslensks skóla á háskólastigi. Hann var skipaður biskup Íslands 1866 og gengdi því embætti í 23 ár, fékk lausn 16. apríl 1889. Hann var [[konungkjörinn]] [[alþingismaður]] 1849-1887 og bæjarfulltrúi í Reykjavík 1849-1851 og 1855-1856. Hann samdi líka margar guðsorðabækur.
 
Fyrri kona hans var Anna Sigríður Aradóttir frá [[Flugumýri]] en hún dó 1839 eftir stutt hjónaband. Síðari kona hans var Sigríður Bogadóttir, dóttir [[Bogi Benediktsson|Boga Benediktssonar]] á [[Staðarfell]]i.
 
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=484|titill=Æviágrip á vef Alþingis}}
* {{vefheimild|url=http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3313642|titill=Víðivallabræður. Lesbók Morgunblaðsins 27. júní 1998}}
 
== Tenglar ==
}}
{{Töfluendir}}
 
{{stubbur|æviágrip}}
 
[[Flokkur:Íslenskir prestar]]
[[Flokkur:Íslenskir biskupar]]
[[Flokkur:Forstöðumenn trúfélaga]]
[[Flokkur:Alþingismenn]]
[[Flokkur:Íslendingar sem gengið hafa í Kaupmannahafnarháskóla]]
 
{{fd|1808|1951}}
7.517

breytingar