„Víðivellir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Lagfærði tengla.
Lína 1:
'''Víðivellir''' er bær í [[Blönduhlíð]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]], gamalt höfuðból þar sem oft bjuggu höfðingjar, til dæmis ýmsir [[sýslumaður|sýslumenn]] [[Skagafjarðarsýsla|Skagafjarðarsýslu]]. Frá 1809-1842 bjó þar [[Pétur Pétursson (prófassturprófastur)|Pétur Pétursson]] prófastur með Þóru Brynjólfsdóttur konu sinni og þar ólust upp synir þeirra, þeir [[Jón Pétursson (háyfirdómari)|Jón Pétursson]] háyfirdómari, [[Pétur Pétursson (biskup)|Pétur Pétursson]] biskup og [[Brynjólfur Pétursson]] [[Fjölnismenn|Fjölnismaður]], um skeið forstöðumaður íslensku stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn, oft nefndir [[Víðivallabræður]]. Minnisvarði um bræðurna var reistur skammt frá bænum 1998.
 
Kirkja var á Víðivöllum til forna en var aflögð 1765. Dálítill jarðhiti er á tveimur stöðum í landi jarðarinnar og þar var steypt upp [[sundlaug]] árið 1937-38 og var notuð til sundkennslu fram yfir 1960 en nýtt eitthvað lengur til sunds.
 
Eyðibýlið Örlygsstaðir er í landi Víðivalla. Þar var [[Örlygsstaðabardagi]] háður [[21. ágúst]] [[1238]] og er talið að þar hafi barist hátt í þrjú þúsund manns. Minnisvarði um bardagann var afhjúpaður 21. ágúst [[1988]], 750 árum eftir að hann var háður.
 
Á Víðivöllum fór fram síðsta [[aftaka]] í Skagafirði 1789. Var þar hálshöggvin kona úr [[Fljót]]um sem hafði fætt barn sumarið áður, fyrirkomið því og grafið.
 
Í Íslandsheimsókn [[Kristján 10.|Kristjáns]] konungs 10. sumarið [[1936]] kom hann við á Víðivöllum ásamt fylgdarliði og borðaði hádegisverð í tjaldi á Víðivallatúni.
 
[[Flokkur:Akrahreppur]]