„Jón Gerreksson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Jón Gerreksson''' ('''Jöns Gerekesson''' eða '''Jeremias Jeriksen''' <ref>[http://www.timarit.is/?issueID=302652&pageSelected=13&lang=0 Fjölnir 1835]</ref> og latnesk útgáfa af nafni hans var: '''Johannes Gerechini''') ([[1378]]? - [[20. júlí]] [[1433]]) var [[Danmörk|danskur]] biskup í [[Skálholt]]i frá [[1426]]. Uppruni hans er óþekktur en hann var af tignum ættum og vinur [[Eiríkur af PommernkPommern|Eiríks af Pommern]], sem gerði hann að [[erkibiskup]]i í [[Uppsalir|Uppsölum]] í [[Svíþjóð]] árið 1408. Þar er hann sagður hafa borist mikið á og haldið góðar veislur. Hann var lýstur margfaldlega brotlegur við skírlífisreglur kirkjunnar og árið [[1422]] dæmdi [[páfi]] hann óhæfan til æðri klerkþjónustu.
 
Næst verður Jóns vart í páfagarði [[1426]]. Hann fékk uppreisn æru hjá [[Marteinn 5.|Marteini 5.]] páfa, var veitt Skálholtsbiskupsdæmi sama ár og borgaði drjúgan sjóð fyrir. Trúlega hefur Eiríkur af Pommern haft hönd í bagga og átti Jón að stemma stigu við verslun [[England|Englendinga]] á Íslandi og styrkja konungsvaldið. Um þessar mundir voru áhrif Englendinga mjög mikil á Íslandi og enskur biskup, [[Jón Vilhjálmsson Craxton]], var vígður til Hóla sama ár.