„Ormur Snorrason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Faðir Orms var [[Snorri Narfason]] (d. 1332) lögmaður á Skarði.
 
Ormur hefur líklega verið fæddur um 1320. Hann var staddur á [[Grund (Eyjafjarðarsveit)|Grund]] í Eyjafirði 1362, þegar [[Grundarbardagi]] varð, og fékk þar grið. Vísa sem ort var eftir bardagann bendir til þess að framganga hans þar hafi ekki þótt sérlega hetjuleg. Hann var sýslumaður í [[Þórsnesþing]]i, lögmaður sunnan og vestanlands 1359-1368 og 1374-1375 og hirðstjóri 1366-1368. Hans er síðast getið í heimildum árið 1401, og hefur líklega dáið skömmu síðar.
 
Ormur var mikill auðmaður og hafði menningarlegan metnað. Hann lét gera tvær af fegurstu skinnbókum sem varðveist hafa hér á landi, þ.e. [[Skarðsbók Jónsbókar]] um 1363, og [[Skarðsbók postulasagna]]. Þá síðari gaf hann kirkjunni á Skarði að hálfu leyti, en hinn helminginn skyldi bóndinn á Skarði eiga.
 
Kona Orms var '''Ólöf''', óvíst hvers dóttir. Börn þeirra voru:
* Guttormur Ormsson, bóndi í Þykkvaskógi í [[Miðdalir|Miðdölum]], faðir [[Loftur Guttormsson ríki | Lofts ríka Guttormssonar]] á Möðruvöllum í Eyjafirði.
* Guðmundur Ormsson, sýslumaður, hvarf í [[Færeyjar|Færeyjum]] 1388.
* Jón Ormsson langur, prestur í Hjarðarholti í Dölum (hans er ekki getið í Íslendingabók).