„Vatnsfirðingar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Tungumálatengill
Lína 1:
'''Vatnsfirðingar''' voru ein helsta valdaætt landsins á 12. öld, en þegar kom fram á [[Sturlungaöld]] hafði veldi þeirra hnignað þótt þeir séu stundum taldir sjötta valdaættin (hinar voru [[Sturlungar]], [[Ásbirningar]], [[Haukdælir]], [[Oddaverjar]] og [[Svínfellingar]]). Ættin er kennd við [[Vatnsfjörður (bær)|Vatnsfjörð]] við [[Ísafjarðardjúp]], þar sem hún hafði búið frá [[landnámsöld]].
 
Helstu höfðingjar ættarinnar voru Snorri Þórðarson (d. 1. október 1194) og sonur hans [[Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur]] (d. 6. ágúst 1228). Frá honum segir í [[Hrafns saga Sveinbjarnarsonar|Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar]], en Þorvaldur drap [[Hrafn Sveinbjarnarson|Hrafn]] árið 1213. Synir Hrafns brenndu Þorvald inni á [[Gillastaðir|Gillastöðum]] í [[Króksfjörður|Króksfirði]] 1228 og nutu við það liðsinnis [[Sturla Sighvatsson|Sturlu Sighvatssonar]]. Ungir synir Þorvaldar, Þórður og Snorri, reyndu að hefna föður sins í [[Sauðafellsför]] en Sturla náði þeim síðar og felldi þá [[8. mars]] [[1232]]. Þar með má segja að veldi Vatnsfirðinga hafi lokið.
 
[[Flokkur:Sturlungaöld]]
 
[[en:Vatnsfirðingar family clan]]