„Gísli Konráðsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Leiðrétti ártal.
Navaro (spjall | framlög)
Lagfærði tengla.
Lína 3:
== Æska og mótun ==
 
Gísli fæddist á [[Vellir í Vallhólmi|Völlum]] í [[Vallhólmur|Vallhólmi]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]] og voru foreldrar hans Konráð Gíslason, bóndi og smiður á Völlum, og þriðja kona hans, Jófríður Björnsdóttir. Konráð var hreppstjóri og ágætlega stæður en Jófríður var á vergangi eftir [[Móðuharðindin]] þegar Konráð tók hana á heimili sitt 1785 og giftist henni skömmu síðar. Hann var þá á sjötugsaldri (f. 1722) en hún um tvítugt. Konráð dó 1798 og nokkru síðar giftist Jófríður aftur bróðursyni hans, Gottskálk Egilssyni. Hann var fæddur 1783 og var því rúmlega 60 ára aldursmunur á eiginmönnum Jófríðar.
 
Gísli naut engrar menntunnar í æsku nema hvað honum var kennt að þekkja stafina en hann bjó sér til [[blek]] og kenndi sér sjálfur að skrifa. Móðir hans, sem var nærri ólæs, hélt honum að [[tóvinna|tóvinnu]] en hann naut þess að henni þótti mjög gaman að kvæðum og sögum og gat oft komið sér undan verki með því að kveða eða segja sögur. Eftir að faðir Gísla dó vildi presturinn í Glaumbæ taka hann til sín og kenna honum því að hann sá hve auðvelt hann átti með nám en móðir hans og stjúpi vildu það ekki.
Lína 11:
== Bóndi og fræðimaður ==
 
Þau hjón bjuggu á [[Langamýri (Skagafjörður)|Löngumýri]] í Vallhólmi 1808 – 1817, Húsabakka í Vallhólmi 1817 – 1820 og á Ytra-Skörðugili á [[Langholt]]i 1820 - 1837. Öll árin reri Gísli suður á Álftanesi á [[vetrarvertíð]], vann að búi sínu á sumrin og skrifaði hvenær sem tóm gafst, auk þess sem hann orti mikið. Framan af skrifaði hann aðallega upp eftir bókum og handritum, auk þess sem hann sá um ýmsar skriftir fyrir hreppstjóra, presta og aðra embættismenn í nágrenninu.
 
Í vertíðarferðum sínum hafði hann komist í kynni við [[Hallgrímur Scheving|Hallgrím Scheving]], kennara við [[Bessastaðaskóli|Bessastaðaskóla]], og afritað mikið fyrir hann. Hallgrímur tók Konráð son Gísla að sér, útvegaði honum skólastyrk og kenndi honum, allt þar til Konráð fór til háskólanáms 1831. Þeir feðgar sáust aldrei aftur en skrifuðust á í yfir 40 ár.