„Sæmundarhlíð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Sæmundarhlíð''' er byggðarlag í vestanverðum [[Skagafjörður|Skagafirði]] og liggur meðfram fjallshlíðinni sunnan frá [[Vatnsskarð]]i út undir [[Reynistaður|Reynistað]]. Austurmörkin eru við [[Sæmundará]], sem rennur meðfram endilangri hlíðinni og sveigir svo til austurs skammt frá Reynistað. Á [[landnámsöld]] virðist Sæmundarhlíðarnafnið hafa náð lengra til norðurs, allt út að [[Gönguskarðsá]]. HúnHlíðin er kennd við landnámsmanninn [[Sæmundur suðureyski|Sæmund suðureyska]].
 
Nokkrir bæir eru í Sæmundarhlíð. Syðst er Fjall, sem stundum er þó talið með Vatnsskarðsbæjunum, enda liggur vegurinn að Fjalli út frá þjóðvegi 1 í [[Vatnsskarð]]i en ekki úr Sæmundarhlíð. Þar fyrir norðan er eyðibýlið Skarðsá. Þar bjó á 17. öld annálaritarinn og fræðimaðurinn [[Björn Jónsson á Skarðsá|Björn Jónsson]], sem skrifaði meðal annars [[Skarðsárannál]]. Ysti bærinn er Geirmundarstaðir. Þaðan er sveiflukóngurinn [[Geirmundur Valtýsson]].