„Þjóðsögur Jóns Árnasonar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Þjóðernisvakning [[19. öld|19.aldar]] hafði meðal annars í för með sér áhuga á þeim frásögnum sem gengu mann fram af manni og enginn vissi höfund að og var farið að kalla [[þjóðsaga|þjóðsögur]]. Margir leikmenn og fræðimenn um alla [[Evrópa|Evrópu]] hófu að safna saman sögum hver í sínu heimalandi. Áhrifamesta safnið var án efa safn [[Þjóðverji|þýsku]] bræðrana Grimm sem gáfu út [[Grimms ævintýri]] á árunum [[1812]]-[[1815]].
 
[[Jón Árnason (1819)|Jón Árnason]] ([[1819]]-[[1888]]) [[heimiliskennari]], síðar [[bókavörður]] og [[biskupsritari]] var einn ötulasti safnari íslenskra þjóðsagna. Hann gaf út hluta af því sem hann safnaði í tveimur bindum í [[Leipzig]] [[1862]] og [[1864]] undir heitinu: ''Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri''. Vöktu þær mikla athygli og höfðu mikil áhrif á þjóðarímynd og sjálfstæðisviðleitni íslendinga næstu hundrað árin.
 
Heildarsafn Jóns var gefið út í sex bindum í [[Reykjavík]] á árunum [[1954]]-[[1961]]. Það var endurprentað árið [[2003]] með útgáfunúmeri [[ISBN]]: 9979-3-2474-0.