„Halldóra Tumadóttir“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
m Setti inn tengil
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Halldóra Tumadóttir''' (um [[1180]] – [[1247]]) var íslensk kona á [[Sturlungaöld]]. Hún var af ætt [[Ásbirningar|Ásbirninga]] og [[Haukdælir|Haukdæla]], dóttir [[Tumi ArnórssonKolbeinsson|Tuma ArnórssonarKolbeinssonar]] og konu hans Þuríðar, dóttur [[Gissur Hallsson|Gissurar Hallssonar]] í Haukadal, og því systir þeirra [[Kolbeinn Tumason|Kolbeins]] og [[Arnór Tumason|Arnórs Tumasona]]. Stjúpfaðir hennar var [[Sigurður Ormsson]] á [[Svínafell]]i í [[Öræfasveit|Öræfum]] og þar ólst hún að einhverju leyti upp.
 
Halldóra giftist [[Sighvatur Sturluson|Sighvati Sturlusyni]] [[1197]] og bjuggu þau framan af í Dölum en fluttust árið 1215 að [[Grund (Eyjafjarðarsveit)|Grund]] í [[Eyjafirði]] og bjuggu þar síðan, þar til Sighvatur og fjórir synir þeirra féllu í [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]] [[1238]]. Þótt bæði [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeinn ungi]] og [[Gissur Þorvaldsson]] væru náfrændur Halldóru hröktu þeir hana frá Grund ásamt [[Tumi Sighvatsson yngri|Tuma yngri]] son hennar, sem einn lifði eftir auk [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórðar kakala]], sem var í Noregi. Hún hitti Þórð þegar hann kom í land á [[Gásir|Gásum]] 1242 og lifði að sjá hann verða valdamesta mann landsins því að hún dó haustið 1247. Þá lifði Þórður einn af sjö sonum þeirra Sighvats en auk þess áttu þau dótturina [[Steinvör Sighvatsdóttir|Steinvöru]].
7.517

breytingar