„Stefán Björnsson reiknimeistari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kiwi (spjall | framlög)
m Hólaskóli (1106-1802)
Lína 1:
'''Stefán Björnsson''' var [[Ísland|íslenskur]] [[stærðfræðingur]]. Helsta ritverk hans er bókin Introductio in tetragonometriam frá [[1780]] sem er fyrsta bók eftir íslenskan höfund um æðri stærðfræði. Hann fæddist [[15. janúar]] [[1721]] (eða [[1720]]) á Ystugrund í [[Skagafjörður|Skagafirði]] og lést [[15. október]] [[1798]] í [[Kaupmannahöfn]]. Foreldrar hans voru Björns Skúlason prestur í Flugumýrarþingum og Halldóra Stefánsdóttir lögréttumanns Rafnssonar. Stefán stundaði nám í [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]] og [[Kaupmannahafnarháskóli|Hafnarskóla]] og lauk cand. theol.-prófi árið [[1747]]. Hann tók við starfi rektors á [[Hólar|Hólum]] [[1753]] en fór þaðan þegar missætti kom upp milli hans og Jóns Magnússonar stiftprófasts, bróður [[Skúli Magnússon| Skúla fógeta]]. Stefán fluttist þá til Kaupmannahafnar og settist þar aftur á skólabekk.
 
Sefán lauk prófi (baccalaureus philosophiæ) árið [[1757]] og varð nokkrum árum síðar reiknimeistari (Kalkulator) hjá landmælingadeild danska Vísindafélagsins og starfaði þar í rúma tvo áratugi. Eftir að hann lét af störfum hjá Vísindafélaginu vann hann fyrir sér við þýðingar á [[íslensk fornrit|íslenskum fornritum]] á [[latína|latínu]]. Hann var einnig um skeið styrkþegi sjóðs Árna Magnússonar.