„Hannes Bjarnason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hannes Bjarnason''' ([[14. janúar]] [[1777]] - [[9. nóvember]] [[1838]]) var prestur og skáld í [[Skagafjörður|Skagafirði]]. Hann var fæddur í [[Djúpidalur|Djúpadal]] í [[Blönduhlíð]], sonur Bjarna Eiríkssonar og konu hans Sigríðar Jónsdóttur en afi hans var Mera-Eiríkur Bjarnason, ættfaðir Djúpadalsættar. Hann varð stúdent frá [[Hólaskóli|Hólaskóla]] [[1801]] og var í næstsíðasta árgangi sem þaðan var útskrifaður. Hannes sótti á næstu árum um ýmis prestsembætti en fékk ekki og var talið að það mætti að einhverju leyti rekja til vísnagerðar hans og orðbragðs. Hann kvæntist Sigríði Jónsdóttur frá Litla-Dunhaga í Hörgárdal og bjuggu þau á ýmsum jörðum í austanverðum Skagafirði við fremur þröngan kost. Hannes varð loks prestur á [[Ríp]] í [[Hegranes]]i [[1829]] og gegndi því embætti til dauðdags.
 
Bróðurdóttir Hannesar var Efemía Benediktsdóttir, kona [[Gísli Konráðsson|Gísla Konráðssonar]] sagnaritara, og voru þeir Hannes og Gísli vinir og ortu saman, meðal annars ''[[Andrarímur]]'', sem komu út 1834 og urðu mjög vinsælar. Hannes orti líka ''Rímur af [[Skanderbeg]] epirótarkappa'', þjóðhetju [[Albanía|Albana]] (1861) og ''Rímur af Hálfdani konungi gamla og sonum hans'' (1878). Hann orti einnig fjölmargar [[lausavísa|lausavísur]], ekki allar mjög prestslegar, sem urðu fleygar.
Lína 13:
[[Flokkur:Skagafjörður]]
[[Flokkur:Íslensk skáld]]
 
{{fd|1777|1838}}