„Hljómsveitin XIII“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
Einir tónleikar voru haldnir á Íslandi af tilefni útgáfu ''Magnifico Nova'' í mars árið 2002. Þá skipuðu Thirteen auk Halls, Gísli Már Sigurjónsson á gítar, Össur Hafþórsson á bassa, Hannes Heimir Friðbjörnsson á trommur og Jón Örn Arnarson á slagverk.
 
Árið 2003 lauk Hallur við gerð nýrrar breiðskífu fyrir 13bis. Þeir lentu í kjölfarið samstarfi um útgáfu á Thirteen við Edel í Þýskalandi. Talsvert var liðið frá því að Hallur lauk við plötuna og bauð 13bis Halli að gera þær breytingar á plötunni sem hann vildi fyrst að Þjóðverjarnir voru til í að leggja peninga í þetta með þeim. Til að gera langa sögu stutta þá tók Hallur alla plötuna upp aftur. Fékk Axel Flex Árnason til að hljóðblanda og mastera og snemma árs 2004 var diskurinn ''Wintersun'' tilbúinn. Útgáfan var hins vegar alltaf að frestast. Í janúar 2005 var diskurinn framleiddur og gerður tilbúinn til dreifingar. Babb kom þó í bátinn þar sem dreifingaraðili 13bis, Sony, vildi ekki dreifa titlum sem seljast undir 5000 eintökum í forsölu. Þar strandaði málið. Platan kom aldrei út. 4990 eintök rykfalla á lager í Frakklandi, 10 eintök eru í umferð á Íslandi.
 
Sumarið 2009 kom hljómsveitin nokkrum sinnum saman á ný í hljóðveri Halls og var þá skipuð þeim Eiríki Sigurðssyni, gítarleikara, Birgi Jónssyni, trommuleikara og Jóni Inga Þorvaldssyni bassaleikara auk Halls. Þótt allir hefðu þeir verið liðsmenn XIII á einhverjum tímapunkti höfðu þeir aldrei leikið saman með þessa liðsskipan. Eftir nokkrar æfingar kom til tals að halda eina tónleika og varð það úr að skipulagðir voru tónleikar ásamt hljómsveitinni Sólstafir og eru þeir fyrirhugaðir laugardaginn 12. september, sem svo skemmtilega vill til að ber upp á afmælisdag Halls.